Aðalbókarinn bókhaldsþjónusta.
Fyrir fyrirtæki og félagasamtök, þar með talið ársreikningar og skattframtöl.
Fagleg vinna tryggir öryggi í meðferð upplýsinga. Regluleg og rétt gagnaskil koma í veg fyrir óþarfa álag og draga úr tilkostnaði við reksturinn.
Bókhald
Aðalbókarinn sinnir öllum verkefnum á sviði reikningshalds og veitir alla almenna bókhaldsþjónustu. Við færum bókhaldið og setjum rekstrarupplýsingar fram á skýran og greinargóðan hátt. Við skilum réttum gögnum til skattayfirvalda tímanlega og sinnum samskiptum við hið opinbera. Ef þörf krefur, tökum við þátt í samskiptum við banka og aðra þá sem nýta sér upplýsingar úr rekstrinum.
Virðisaukaskattur
Við bókum alla sölureikninga og innkaupareikninga, sendum inn virðisaukaskýrslu til RSK og stofnum greiðslukröfu í netbanka. Við sjáum um öll samskipti við opinbera aðila og svörum fyrirspurnum sem tengjast virðisaukaskattskilum okkar viðskiptavina
Launavinnsla
Fátt er mikilvægara í rekstrinum en hnökralaus afgreiðsla á launum til starfsfólks og skilvís afgreiðsla launatengdra gjalda. Við bjóðum þjónustu sem sérsniðin er að þörfum viðskiptavina okkar, gegn föstu gjaldi sem í flestum tilvikum leiðir til lægri tilkostnaðar.
Ársreikningar og skattskýrslur
Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að standa tímanlega skil á ársreikningum og skattskýrslum til hins opinbera. Aðalbókarinn vinnur þessi verk fyrir fyrirtæki og félagasamtök, hratt og örugglega.
Bókhaldsþjónusta – fyrirspurn
Við leggjum metnað okkar í persónulega og faglega bókhaldsþjónustu, höfum ástríðu fyrir starfinu okkar. Við sinnum bókhaldinu af öryggi og tölum einfalt mannamál, svo allir séu á sömu blaðsíðu. Vantar þig upplýsingar? Smelltu þá hér – við svörum um leið og við lítum upp úr bókhaldinu!