Aðalbókarinn er alhliða bókhaldsþjónusta.
Fjölskyldufyrirtæki með ástríðu fyrir bókhaldi og heilbrigðum rekstri. Árni Sigurðsson, viðurkenndur bókari stofnaði Aðalbókarann um mitt ár 2007.
Fjórum árum síðar eða árið 2011 kom sonur hans til starfa, Arnar Þór. Arnar er með M.S. gráðu í reikningshaldi og endurskoðun og á að baki langan starfsferil í rekstri og fjármálastjórn.
Þjónusta Aðalbókarans er alhliða bókhaldsþjónusta. Þannig gerum við rekstraraðilum kleift að einbeita sér að rekstrinum í öruggri vissu um að á meðan sjáum við um að bókhaldið sé fært, laun reiknuð og og þeim skýrslum sem skila á, sé skilað.
Við leggjum metnað í persónulega og faglega þjónustu og höfum ástríðu fyrir starfinu okkar. Sinnum bókhaldinu af öryggi og tölum einfalt mannamál, svo allir séu á sömu blaðsíðu.
Samband okkar við viðskiptavini hefst oft við upphaf rekstrar þeirra. Þannig höfum við fylgt mörgum viðskiptavinum okkar með góðum árangri í mörg ár. Reynsla og þekking Aðalbókarans og traust samstarf hjálpar viðskiptavinum okkar að ná auknum árangri á sínu sviði.
Ef þú ert að leita að traustum aðila fyrir bókhaldið þitt, þá erum við til þjónustu reiðubúin. Sendu okkur fyrirspurn hér, við svörum um leið og við lítum upp úr bókhaldinu.