Bókhald og rekstur á tímum COVID-19
Bókhald er ekki algengasta umræðuefnið þessa dagana. Heldur er það COVID-19 og það ekki að ástæðulausu. Við gerum öll okkar besta til að hefta útbreiðslu veirunnar og verja heimili okkar og fjölskyldu. En hvað geta lítil og meðalstór fyrirtæki gert til að bregðast við breyttum aðstæðum?
Við settum saman 5 atriða lista til að gera fyrirtækið hæfara á krepputímum:
1. Skilja til fullnustu í hvað peningarnir fara
Að hafa bókhaldið í lagi og stemma af er alltaf góð regla en í kreppuástandi er það enn mikilvægara. Stemma af banka og bókhald oftar og endurskoða öll útgjöld því safnast þegar saman kemur.
2. Nýta eignir betur
Þetta á auðvitað alltaf við. En í kreppu ástandi er gott að rýna vel í allar eignir og athuga hvernig hægt er að láta þær vinna betur.
Tökum dæmi:
- Allur lager, koma honum í verð, jafnvel lækka verð, vera með tilboð o.þ.h.
- Lausa fjármunir ef eru til staðar – endurfjárfesta í fyrirtækinu til framtíðar.
- Rukka inn alla útistandandi reikninga, gera greiðsluáætlun með þeim sem eiga í greiðsluerfiðleikum.
- Ef húsnæðið er rúmt má alltaf leigja hluta þess út.
3. Skuldir
Forgangsraða skuldum, greiða þær óhagstæðustu fyrs. Semja við lánadrottna og setja upp greiðsluáætlun. Taka kostnaðarsömustu skuldirnar fyrst. Endurfjármagna og ná þannig enn betur utan um skuldirnar.
4. Langtímamarkmið og viðbragðsflýtir
Það er gott að hafa markmið rekstursins í forgrunni og velja viðbragð að yfirlögðu ráði við hverri áskorun. Ef fjárhagsvandræði eru fyrirsjáanleg er gott að biðja bankann og aðrar lánastofnanir um frekari fyrirgreiðslu til að vera viðbúin ef á þarf að halda. Best er þó að hafa langtímamarkmiðin að leiðarljósi og fylgjast grannt með öllum breytingum í rekstrinum, velja viðbragð og sjá næstu leiki fyrir. Nú er tími yfirsetu og útsjónarsemi.
5. Vera opin fyrir nýjum tækifærum
Að halda sjó er ágætis viðmið útaf fyrir sig. En þegar fyrirtæki sjá fram á algjört tekjuhrun, þá getur það reynst ábending um að skoða ný tækifæri í rekstri. Bjóða nýja vörur eða þjónustu. Vera opin fyrir tækifærum, ganga til samstarfs nú eða jafnvel sameinast öðrum.
Í kreppu verða allar ákvarðanir mikilvægar. Einföldustu ákvarðanir geta jafnvel skilið á milli feigs og ófeigs. Með góða og trausta yfirsýn eru fyrirtæki betur í stakk búin til að takast á við það sem framundan er. Við stöndum við bakið á okkar viðskiptavinum, færum bókhaldið og hjálpum þeim að rýna í reksturinn, svo hægt sé að taka skynsamlegar ákvarðanir á hverjum tíma.
Ef við getum orðið ykkur að liði varðandi bókhald og rekstur þá ekki hika við að senda okkur línu á adalbokarinn@adalbokarinn.is.