Bókhald, nýsköpun og kreppa

Eitt af því sem við tökum eftir er að bókhald, nýsköpun og kreppa eru gott teymi því nýsköpun blómstrar í kreppu en vantar oft bókhaldsþekkingu. Kemur það til bæði af nauðsyn til að lifa af og af því að hugmyndaríkt fólk fer að segja hugmyndir sínar upphátt um hvernig betur megi vinna hlutina eða skapa nýja.

Að tryggja bókhaldsþjónustu frá upphafi.
Það mikilvægasta fyrir alla sem fylgja innsæi sínu og feta nýsköpunarstíginn er að tryggja sér góða bókahaldsþjónustu sem fylgt getur fyrirtækinu eftir frá upphafi. Frumkvöðlar og leiðtogar innan fyirtækja sem aðlagast þá aðferðarfræði blómstra sem aldrei fyrr því nú er tími til að fara inn á við og gera betur, hvar sem er í rekstinum.

Í grunninn snýst nýsköpun um þá þörf manneskjunnar að skapa, leysa vandamál og framkvæma bæði sér og þjóðfélaginu í hag. Frumkvöðlar eru því ekki bara lausnamiðaðir heldur hvetja þeir aðra í kringum sig til að hoppa á vagninn og vinna að nýjum lausnum.

Bókhaldsþjónusta og nýsköpunarfyrirtæki
Bókhaldsþjónusta og færsla bókhalds er í eðli sínu ekki nýsköpunartengd starfssemi en allur búnaður og utanumhald hefur breyst í gegnum tíðina, þökk sé tæknisinnuðum nýsköpunarsinnum.

Þannig styður Aðalbókarinn við frumkvöðla en fer þó ekki nýjar leiðir í vinnslu bókhaldsins. Þar gildir að færa allt samkvæmt fyrirframákveðnum stöðlum, nýta reynslu og þekkingu.

Aðalbókarinn er viðurkenndur bókari og við fylgjumst vel með allri tækniþróun á bókhaldskerfum, leggjum upp úr persónulegri þjónustu, tölum mannamál og hlustum á þarfir viðskiptavina okkar.

Hafðu samband og við svörum um leið og við lítum upp úr bókhaldinu.

Að þekkja bókhald

Viðskiptavinir okkar þekkja bókhald mismikið en vita að það þarf að færa það reglulega og vera í samskiptum við hið opinbera. Mörgum finnst þetta eitt það leiðinlegasta verk sem hugsast getur og skiljum við það mjög vel. Það hafa ekki allir ástríðu fyrir tölum, bókhaldsfærslum og að setja fram ársreikninga og skattaskýrslur á sama hátt og við.

Það er gaman að ræða við viðskiptavini okkar um reksturinn og hvernig við getum stutt við þeirra vöxt. Við segjum oft í gamni að væri til háskólagráða í aðlögunarhæfni þá værum við með hana. Allir þeir sem við færum bókhaldið fyrir eru nefnilega svo mismunandi. Hvernig við fáum til okkar gögnin er einnig mismunandi. Hvaða sölukerfi viðskiptavinir okkar nota er líka mismunandi. Hvernig við lesum inn bókhaldsgögnin er því oft mismunandi. Þetta kallar á aðlögun og skilning, sem við erum góð í.

Gögnin
Við höfum verið að sækja gögn til viðskiptavina okkar allt þetta ár. Það hefur verið góð viðbót við bókhaldsþjónustuna. Sumir nýta sér þessa viðbót, sumir ekki. Öðrum finnst gott að koma með gögnin, grípa í kaffibolla og ræða aðeins um gögnin sín. Svo eru það þeir sem eru með allt rafrænt. Viðskiptavinir okkar eru skemmtilega misjafnir og það gefur okkur að geta mætt þeim á þeirra forsendum en bókhaldið fer alltaf upp á sama máta, innan laga og reglna.

Frumkvöðlar hafa verið okkur hugleiknir að undanförnu og höfum við verið að skoða hvernig þjónusta henti þeim almennt. Niðurstaðan er sú sama og allra annarra, að taka við gögnum þeirra og sjá til þess að ekkert útaf beri svo þeir geti einbeitt sér að sínu frumkvöðlafyrirtæki.

Við teljum það öllum frumkvöðlum í hag að fá fagaðila sem fyrst í bókhaldið – hvar sem þau sækja slíkan aðila. Það getur dregið tímabundið úr sköpunarkraftinum að þurfa að vinna sig mörg ár aftur í tímann til að svara fyrispurnum frá skattinum. Slíkt gerist reglulega þegar t.d. um rannsókna- og þróunarkostnað er að ræða.

Við bjóðum alla frumkvöðla hvar sem á vaxtarkúrfunni þeir eru, að senda okkur fyrirspurn hér og sjá hvort okkar þjónusta henti.

Umhugsunarefni þegar kemur að bókhaldi

Um daginn settum við inn spurningar á hópinn Íslenskir frumkvöðlar á Facebook og báðum fólk að senda okkur umhugsunarefni sín þegar kemur að bókhaldi.

Bókhaldskostnaður var mörgum hugleikinn og sjálfvirknivæðing bókhaldsins. Við ræddum þessi mál hér hjá Aðalbókaranum og fórum yfir hvernig okkar viðskiptavinir væru að vinna bókhaldið sitt.

Geymsla bókhaldsgagna
Allir rekstraraðilar bera ábyrgð á geymslu sinna bókhaldsgagna.  Hjá minni rekstraraðilum fáum við gögnin send til okkar hálfum mánuði fyrir vsk skil en mánaðarlega hjá þeim stærri. Við skönnum inn öll skjöl til að ekkert glatist eða afmáist út eins og vera vill með kvittanir úr söluposum. Fljótlegast er því fyrir okkur að fá gögnin skönnuð og send til okkar rafrænt – en skjölin sjálf þurfa að vera aðgengileg. Það er mismunandi hvort við geymum þau gögn eða viðskiptavinurinn.

Það sem viðskiptavinir þurfa að gera til að vinnan gangi hnökralaust fyrir sig er að gæta þess að öll gögn séu með. Passa upp á hverja nótu, hverja millifærslu og sölu. Það sem tefur bókarann er undantekningarlaust þegar gögn fylgja ekki með og því viljum við fá meiri gögn til okkar en minni.

Bókhaldskerfi
Við höfum þá trú að ekkert eitt bókhaldskerfi sé betra en annað. Þessi kerfi eru allt lausnir sem einhver er búinn að leggja hugsun og vinnu í og þjónar þeim sem það vilja. Ef kerfið hentar rekstrinum þá er það besta kerfið fyrir viðkomandi.  Góður bókari aðlagar sig að sínum viðskiptavini og Aðalbókarinn hefur í gegnum tíðina aðlagað sig að mörgum kerfum og þau virka öll.

Allir rekstraraðilar þurfa að hafa lágmarksskilning á bókhaldi, vita um hvað það snýst. Okkar starf er að gæta þess að það sé rétt fært, vera í sambandi við RSK og aðra opinbera aðila og senda inn á réttum tíma virðisaukaskattinn, skattaskýrslur og ársreikning svo fátt eitt sé nefnt.

Bókhaldskostnaður
Varðandi bókhaldskostnað þá gerir Aðalbókarinn ávallt fast verðtilboð í bókhaldsþjónustuna, við sendum aldrei aukareikninga fyrir að svara símtölum eða hitta okkar viðskiptavini. Það er okkur í hag að samskiptin séu góð, sameiginlegur skilningur sé á bókhaldinu og að viðskiptavinir gangi að okkur vísum.

Það er sjaldan sem bókhaldið reynist meira en í upphafi var áætlað og í þeim fáu tilfellum sem það hefur gerst, þá breytist verð þjónustunnar eftir fyrsta árið. Þangað til vinnum við samkvæmt verðsamningi og sjáum um að bókhaldið sé fært frá a-ö og öll gögn send hinu opinbera á réttum tíma. Við höfum sett saman yfirlit bókhaldseindaga ársins 2021 og sendum út til okkar viðskiptavina fljótlega.

Ef þú vilt heyra í okkur og kanna hvernig bókhaldsþjónusta Aðalbókarans gæti nýst þér þá smelltu hér og við svörum um leið og við lítum upp úr bókhaldinu.

Að útvista bókhaldið og spara

Það kemur mörgum á óvart hve mikið er hægt að spara með því að útvista bókhaldið. Þegar fyrirtæki komast á þann stað að bókhaldið er farið að taka meiri tíma frá grunnþáttum rekstursins fara þau að athuga með nýjan starfsmann eða að útvista bókhaldinu. Nýr starfsmaður þarf á þessum tímapunkti yfirleitt að bera nokkra hatta og nýtast því í fleiri verk en bókhaldið. Það getur reynst þrautinni þyngri. Sparnaðurinn felst því bæði í þjálfunarkostnaði starfsmanns og vinnuframlagi eigenda meðal annars. Því með útvistum getur hann/hún varið öllum sínum kröftum í reksturinn en ekki bókhaldið.

Fast verð og engir aukareikningar

Þegar þessir aðilar senda okkur fyrirspurn og átta sig á að hjá Aðalbókaranum er fast verð og engir aukareikningar (fyrir símtöl eða aðrar almennar fyrirspurnir) þá undantekningarlaust prufa þau þjónustu okkar í ár. Það hefur reynst mörgum gæfuspor því með þjónustu eins og Aðalbókarans fær rekstraraðilinn í raun heila bókhaldsdeild með margra ára þekkingu og reynslu í farteskinu.

Með þessu undirbýr fyrirtækið rekstur sinn til framtíðar þar sem gögn verða alltaf aðgengileg, rétt færð og skil á réttum tíma við hið opinbera. Það er ómetanlegt að geta gengið að þessu vísu hjá reyndum bókara og vitað að bókhaldið er alltaf rétt fært og í samræmi ár frá ári.

Nú þegar tími aðhalds er hafinn hjá fyrirtækjum er útvistun bókhalds ein af þeim betri ákvörðunum sem þau taka. Það sést strax í rekstrarkostnaði fyrirtækisins sem og léttir af eigendum og stjórnendum.

Við hvetjum ykkur að velta útvistun bókhaldsins fyrir ykkur – það gæti komið ánægjulega á óvart!
Sendið okkur fyrirspurn hér og við svörum um leið og við lítum upp úr bókhaldinu.

Breytingar á bókhaldsþjónustu

Bókhaldsþjónusta og tækni

Eitt af því sem kallar á breytingar á bókhaldsþjónustu er tækni. Geymsla gagna í rafrænu skýi er til að mynda ein sviðsmynd breytinganna. Þetta gerir það að verkum að staðsetning bókarans skiptir ekki lengur höfuðmáli heldur að þjónustan henti viðkomandi lögaðila.

Hlutverk bókarans er einnig að breytast.  Stóra verkefnið að halda utan um bókhaldsgögn er ekki lengur aðalatriðið heldur gefst nú meiri tíma í að nýta bókhaldsþekkinguna og vera ráðgjafandi í málum tengdu bókhaldi og um leið rekstri viðkomandi. Þannig verður bókari aldrei úreltur.

Rafræn bókhaldsþjónusta

Hinn sí stækkandi hluti bókhaldsskýja þýðir að bókhaldsþjónustan færist meir yfir í rafrænar færslur. Þetta þýðir auðveldari tilfærslur, minni kostnað fyrir lögaðila og einfaldari upplýsingatæknistrúktúr. Einnig gerir þetta bókhaldsþjónustum auðveldra fyrir að vinna hvaðan sem er.

Aðalbókarinn fer ekki varhluta af þessari breytingu. Fleiri aðilar utan höfuðborgarsvæðisins koma í þjónustu til okkar og nýta sér þannig reynslu og þekkingu okkar, óháð staðsetningu og umfangi. Gögn þessara aðila fáum við rafrænt og getum séð til þess að allt sé upp á punkt og pí. Að geta boðið aðilum að vera bókhaldsdeild þeirra og stuðningur í rekstri er okkur ómetanlegt því með nýrri tækni  getum við unnið hraðar og gefið upplýsingar úr bókhaldinu í rauntíma.

Aðlögun bókhaldsþjónustunnar

Við aðlögum bókhaldsþjónustu okkar að hverjum og einum, sækjum gögn til þeirra sem það velja á meðan aðrir velja að koma þeim til okkar og ræða mál sem lúta að uppgjöri og bókhaldsfærslum. Það er allt í boði og njótum við þess að taka á móti viðskiptavinum okkar hvernig sem þeir kjósa.

Við erum ávallt til þjónustu reiðubúin og hvetjum alla sem kjósa að lækka bókhaldskostnað og ræða bókhaldið á mannamáli, að senda okkur fyrirspurn hér!

Nú þarf að lækka allan kostnað

Hjá mörgum rekstraraðilum er tími aðhalds þessa vikur og mánuði sem þýðir að það þarf að lækka allan kostnað. Með traustu, öruggu bókhaldi eru hæg heimatökin. Það er hægt að átta sig á hvað er ábatasamt og hvað ekki, hvar þarf að leggja áherslu á og hvar ekki og síðast en ekki síst þarf að átta sig á hvort núverandi bókhaldsþjónusta sé hentug rekstrinum eða ekki.

Margir okkar viðskiptavina hafa sagt okkur síðustu mánuði að nú sé komið að því, nú reyni virkilega á viðskiptamódelið. Okkar hlutverk í þessum aðstæðum er að hafa góða stjórn á bókhaldinu sem veitir stjórnendum yfirsýn yfir bókhaldið. Árangursríkir stjórnendur skilja að góður bókari gerir svo miklu meira en stemma af bankareikninga og senda inn gögn til hins opinbera. Við erum þakklát fyrir það góða samstarf sem við eigum við okkar viðskiptavini að halda utan um eitt mikilvægasta verkfærið í rekstrinum, bókhaldið.

Lækka kostnað

Nú er tími áætlana fyrir næsta ár. Með þessum fordæmalausu tímum sem nú eru í þjóðfélaginu getur verið erfitt að áætla reksturinn með þessari veiru-breytu sem nú þarf að taka tillit til að eins miklu/litlu leyti og hægt er – eftir því hvernig á hana er litið. Ábyrg rekstrarstjórn gerir nokkrar sviðsmyndir byggðar á síðustu mánuðum og þar getum við stutt við.

Að geta einblínt á mál málanna í rekstri og hafa skilning á fjárhag fyrirtækisins krefst þjónustu reynds bókara – einhvers sem heldur áfram að bæta við sig þekkingu sem og uppfæra nýjar reglugerðir, kynna sér aðgerðir stjórnvalda og deila vitneskjunni til þeirra sem þess óska.

Aðalbókarinn heldur áfram að aðstoða sína viðskiptavini í þeirri vegferð að lækka kostnað og átta sig á hvar er hægt að hagræða í rekstrinum. Það er fyrst og fremst gert með traustu, öruggu bókahaldi.

Ertu með fyrirspurn? Sendu hana til okkar hér og við svörum um leið og við lítum upp úr bókhaldinu.

Samtal um bókhald

Hafiði velt fyrir ykkur hvernig samtal um bókhald er?

Við vorum einmitt að ræða það um daginn hér á skrifstofunni því þarfir allra okkar viðskiptavina eru hinar sömu eða stöðugleiki og að geta gengið að því að skil til hins opinbera séu rétt og á réttum tíma. Þetta er ekki flókið.

Viðskiptavinur: ,,Sæll, geturðu tekið að þér bókhaldið hjá mér?”
Aðalbókarinn; ,,Já að sjálfsögðu, hvernig rekstur ertu með?”

Svo hefjum við samtal um bókhald sem innifelur í sér þarfir og áskoranir hins tilvonandi viðskiptavinar. Eftir á sendum við tilboð þar sem við sundurliðum hvernig við sérsníðum bókhaldsþjónustuna að viðkomandi.

Grunn bókhaldsþjónusta Aðalbókarans

  • færa bókhaldið
  • senda inn VSK skýrslur
  • útbúa launaseðla
  • senda inn staðgreiðslu og launaskilagreinar
  • gera og senda inn ársreikning ásamt að skila skattframtali
  • sjá um öll samskipti við RSK
  • fast verð og enga aukareikninga

Framkvæmd bókhaldsþjónustu Aðalbókarans

  • Sækja bókhaldsgögn til viðskiptavina
  • móttaka skönnuð gögn
  • sækja rafræn skjöl í banka
  • sækja rafræna reikninga viðskiptavina

Það er alltaf ánægjulegt að heyra hve við getum einfaldað vinnuna fyrir viðskiptavini okkar með traustu, öruggu bókhaldi. Því bókari verður aldrei úreltur. Við erum skýr í okkar afstöðu sem auðveldar bæði skilning og árangur allra enda ganga viðskiptavinir að okkur vísum í sínum rekstri á föstu verði án allra aukareikninga.

Viltu trausta, örugga bókhaldsþjónustu? Sendu okkur fyrirspurn hér og við höfum samband um leið og við lítum upp úr bókhaldinu.

Bókhaldsþjónusta í hnotskurn

Alhliða bókhaldsþjónusta

Þjónusta Aðalbókarans er í hnotskurn alhliða bókhaldsþjónusta sem gerir rekstraraðilum kleift að einbeita sér að rekstrinum í öruggri vissu um að á meðan sjáum við um að bókhaldið sé fært, laun reiknuð og og þeim skýrslum sem skila á, sé skilað. Við leggjum metnað okkar í persónulega og faglega þjónustu, sinnum bókhaldinu af öryggi og tölum einfalt mannamál, svo allir séu á sömu blaðsíðu

Fastur bókhaldskostnaður

Það er grundvallaratriði að viðskiptavinir viti alltaf hvað þjónustan kosti. Þessvegna býður Aðalbókarinn fastan bókhaldskostnað á mánuði eftir umfangi viðskiptavinarins. Símtöl og önnur viðvik er ekki rukkað sérstaklega fyrir.

Mikilvægt er að fá réttar upplýsingar á réttum tíma. Við sjáum oft augýsingar um alls kyns mæliborð og skýrslur ásamt greiningarþjónustu sem bókhaldsfyrirtæki eru að bjóða uppá gegn auka greiðslu en hjá okkur eru hlutirnir einfaldir, skýrir og öruggir. Bókhaldið snýst um debet og kredit og við bjóðum upp á fasta mánaðargreiðslu fyrir að færa það, ganga frá öllum gjöldum, reikna launin, senda inn vsk skýrslur og gera árið upp. Við skilum síðan inn ársreikningi og skattskýrslu. Við vitum hvað þarf til og það er óþarfi að flækja það. Einfalt, skilvirkt og öruggt, ekki satt?

Ef spurningar vakna, sendu okkur fyrirspurn um bókhaldsþjónustu Aðalbókarans. Hver veit nema þú gætir nýtt þér þjónustuna og lækkað bókhaldskostnaðinn í leiðinni.

 

Hvernig bókara skal ráða?

Þegar þörf er á bókhaldsþjónustu kemur alltaf upp spurningin: hvernig bókara skal ráða? Margir fara í vini og vandamenn sem eru með slíka þjónustu og leita ráða því eins og segir í Hávamálum: En orðstír deyr aldregi hveim er getur séð góðan. Orðsporið gefur alltaf vissa mynd um hvernig viðskiptavinum líkar þjónustan. Það sem hinsvegar þarf að gæta að er að bókari X kann að vera óhentugur fyrirtæki Z og það geta verið margar ástæður fyrir því.

Við leit að bókara er gott að hafa eftirfarandi í huga:

  1. Gefur bókarinn sér tíma í að svara fyrirspurnum?
  2. Sýnir hann skilning á rekstrinum?
  3. Stendur hann við orð sín?
  4. Er hann þægileg viðbót við þinn rekstur?
  5. Er verðlagið skýrt og gegnsætt?

Ef bókarinn er ekki að veita þér það öryggi og skilning sem þú óskar eftir þá er gott að spyrja sig hvort viðskiptasambandið henti. Aðalbókarinn hefur til að mynda í gegnum tíðina ekki getað tekið alla í viðskipti sem til hans leita því viðkomandi hefur einfaldlega ekki hentað þjónustunni og það er þakklátt að átta sig á því fyrr en seinna.

Hvernig bókara skal þá ráða?
Við hvetjum þig til að kanna þjónustu Aðalbókarans, við bjóðum upp á fast verð, enga aukareikninga og vel skilgreinda þjónustu.  Bókhald er ekki bara bókhald og öll bókhaldsþjónusta þarf alltaf að vera vel skilgreind. Við höfum lagt kapp á gegnsæji og sameiginlegan skilning viðskiptavina okkar. Það einfaldar okkur vinnuna og skapar traust, öruggt bókhald.

Sendu okkur fyrirspurn og við svörum um leið og við lítum upp úr bókhaldinu!

Réttar upplýsingar á réttum tíma

Það á ekki að vera erfitt að fá réttar upplýsingar úr bókhaldinu á réttum tíma svona að öllu jöfnu en reynsla okkar sýnir að ef ekki er vandað til verka geta hinar réttu upplýsingar hreinlega orðið rangar og velt vandanum á undan sér.

Við áttum okkur oft á þessum villum þegar við tökum við nýjum viðskiptavini og förum yfir bókhaldið. Stundum leiðir þetta til leiðréttingar þannig að viðkomandi fær endurgreitt og stundum ekki en alltaf leiðir þetta til yfirsýnar hans/hennar og skilnings á rekstrinum.

Ef rétt er að málum staðið og bókhaldið fært rétt, sést hin raunverulega staða og réttar upplýsingar nást úr bókhaldskerfinu. Með fagaðila eins og Aðalbókarann í bókhaldinu tryggja viðskiptavinir ávallt að niðurstaðatalan sé rétt.

Að fá réttar eða ekki réttar upplýsingar…. þar er efinn.