Breytingar á bókhaldsþjónustu

Eitt af því sem kallar á breytingar á bókhaldsþjónustu er tækni. Geymsla gagna í rafrænu skýi er til að mynda ein sviðsmynd breytinganna. Þetta gerir það að verkum að staðsetning bókarans skiptir ekki lengur höfuðmáli heldur að þjónustan henti viðkomandi lögaðila.

Hlutverk bókarans er einnig að breytast.  Stóra verkefnið að halda utan um bókhaldsgögn er ekki lengur aðalatriðið heldur gefst nú meiri tíma í að nýta bókhaldsþekkinguna og vera ráðgjafandi í málum tengdu bókhaldi og um leið rekstri viðkomandi.

Hinn sí stækkandi hluti bókhaldsskýja þýðir að bókhaldsþjónustan færist meir yfir í rafrænar færslur. Þetta þýðir auðveldari tilfærslur, minni kostnað fyrir lögaðila og einfaldari upplýsingatæknistrúktúr. Einnig gerir þetta bókhaldsþjónustum auðveldra fyrir að vinna hvaðan sem er.

Aðalbókarinn fer ekki varhluta af þessari breytingu. Fleiri aðilar utan höfuðborgarsvæðisins koma í þjónustu til okkar og nýta sér þannig reynslu og þekkingu okkar, óháð staðsetningu og umfangi. Gögn þessara aðila fáum við rafrænt og getum séð til þess að allt sé upp á punkt og pí. Að geta boðið aðilum að vera bókhaldsdeild þeirra og stuðningur í rekstri er okkur ómetanlegt því með nýrri tækni  getum við unnið hraðar og gefið upplýsingar úr bókhaldinu í rauntíma.

Við aðlögum þjónustuna að hverjum og einum, sækjum gögn til þeirra sem það velja á meðan aðrir velja að koma þeim til okkar og ræða mál sem lúta að uppgjöri og bókhaldsfærslum. Það er allt í boði og njótum við þess að taka á móti viðskiptavinum okkar hvernig sem þeir kjósa.

Við erum ávallt til þjónustu reiðubúin og hvetjum alla sem kjósa að lækka bókhaldskostnað og ræða bókhaldið á mannamáli, að senda okkur fyrirspurn hér!

Nú þarf að lækka allan kostnað

Hjá mörgum rekstraraðilum er tími aðhalds þessa vikur og mánuði sem þýðir að það þarf að lækka allan kostnað. Með traustu, öruggu bókhaldi eru hæg heimatökin. Það er hægt að átta sig á hvað er ábatasamt og hvað ekki, hvar þarf að leggja áherslu á og hvar ekki og síðast en ekki síst þarf að átta sig á hvort núverandi bókhaldsþjónusta sé hentug rekstrinum eða ekki.

Margir okkar viðskiptavina hafa sagt okkur síðustu mánuði að nú sé komið að því, nú reyni virkilega á viðskiptamódelið. Okkar hlutverk í þessum aðstæðum er að hafa góða stjórn á bókhaldinu sem veitir stjórnendum yfirsýn yfir bókhaldið. Árangursríkir stjórnendur skilja að góður bókari gerir svo miklu meira en stemma af bankareikninga og senda inn gögn til hins opinbera. Við erum þakklát fyrir það góða samstarf sem við eigum við okkar viðskiptavini að halda utan um eitt mikilvægasta verkfærið í rekstrinum, bókhaldið.

Nú er tími áætlana fyrir næsta ár. Með þessum fordæmalausu tímum sem nú eru í þjóðfélaginu getur verið erfitt að áætla reksturinn með þessari veiru-breytu sem nú þarf að taka tillit til að eins miklu/litlu leyti og hægt er – eftir því hvernig á hana er litið. Ábyrg rekstrarstjórn gerir nokkrar sviðsmyndir byggðar á síðustu mánuðum og þar getum við stutt við.

Að geta einblínt á mál málanna í rekstri og hafa skilning á fjárhag fyrirtækisins krefst þjónustu reynds bókara – einhvers sem heldur áfram að bæta við sig þekkingu sem og uppfæra nýjar reglugerðir, kynna sér aðgerðir stjórnvalda og deila vitneskjunni til þeirra sem þess óska.

Aðalbókarinn heldur áfram að aðstoða sína viðskiptavini í þeirri vegferð að lækka kostnað og átta sig á hvar er hægt að hagræða í rekstrinum. Það er fyrst og fremst gert með traustu, öruggu bókahaldi.

Ertu með fyrirspurn? Sendu hana til okkar hér og við svörum um leið og við lítum upp úr bókhaldinu.

Samtal um bókhald

Hafiði velt fyrir ykkur hvernig samtal um bókhald er?

Við vorum einmitt að ræða það um daginn hér á skrifstofunni því þarfir allra okkar viðskiptavina eru hinar sömu eða stöðugleiki og að geta gengið að því að skil til hins opinbera séu rétt og á réttum tíma. Þetta er ekki flókið.

Viðskiptavinur: ,,Sæll, geturðu tekið að þér bókhaldið hjá mér?”
Aðalbókarinn; ,,Já að sjálfsögðu, hvernig rekstur ertu með?”

Svo hefjum við samtal um bókhald sem innifelur í sér þarfir og áskoranir hins tilvonandi viðskiptavinar. Eftir á sendum við tilboð þar sem við sundurliðum hvernig við sérsníðum bókhaldsþjónustuna að viðkomandi.

Grunnurinn er ávallt hinn sami eða:

 • færa bókhaldið
 • senda inn VSK skýrslur
 • útbúa launaseðla
 • senda inn staðgreiðslu og launaskilagreinar
 • gera og senda inn ársreikning ásamt að skila skattframtali
 • sjáum um öll samskipti við RSK.
 • fast verð og enga aukareikninga

Framkvæmdin:

 • sækja bókhaldsgögn til viðskiptavina
 • móttaka skönnuð gögn
 • sækja rafræn skjöl í banka
 • sækja rafræna reikninga viðskiptavina

Það er alltaf ánægjulegt að heyra hve við getum einfaldað vinnuna fyrir viðskiptavini okkar með traustri, öruggri bókhaldsþjónustu. Við erum skýr í okkar afstöðu sem auðveldar bæði skilning og árangur allra enda ganga viðskiptavinir að okkur vísum í sínum rekstri á föstu verði án allra aukareikninga.

Viltu trausta, örugga bókhaldsþjónustu? Sendu okkur fyrirspurn hér og við höfum samband um leið og við lítum upp úr bókhaldinu.

Bókhaldsþjónusta í hnotskurn

Þjónusta Aðalbókarans er í hnotskurn alhliða bókhaldsþjónusta sem gerir rekstraraðilum kleift að einbeita sér að rekstrinum í öruggri vissu um að á meðan sjáum við um að bókhaldið sé fært, laun reiknuð og og þeim skýrslum sem skila á, sé skilað. Við leggjum metnað okkar í persónulega og faglega þjónustu, sinnum bókhaldinu af öryggi og tölum einfalt mannamál, svo allir séu á sömu blaðsíðu

Það er grundvallaratriði að viðskiptavinir viti alltaf hvað þjónustan kosti. Þessvegna er Aðalbókarinn með fast mánaðarlegt verð eftir umfangi viðskiptavinarins. Símtöl og önnur viðvik er ekki rukkað sérstaklega fyrir.

Við sjáum oft augýsingar um alls kyns mæliborð og skýrslur ásamt greiningarþjónustu sem bókhaldsfyrirtæki eru að bjóða uppá gegn auka greiðslu en hjá okkur eru hlutirnir einfaldir, skýrir og öruggir. Bókhaldið snýst um debet og kredit og við bjóðum upp á fasta mánaðargreiðslu fyrir að færa það, ganga frá öllum gjöldum, reikna launin, senda inn vsk skýrslur og gera árið upp. Við skilum síðan inn ársreikningi og skattskýrslu. Við vitum hvað þarf til og það er óþarfi að flækja það. Einfalt, skilvirkt og öruggt, ekki satt?

Ef spurningar vakna, sendu okkur fyrirspurn um bókhaldsþjónustu Aðalbókarans. Hver veit nema þú gætir nýtt þér þjónustuna og lækkað bókhaldskostnaðinn í leiðinni.

 

Hvernig bókara skal ráða?

Þegar þörf er á bókhaldsþjónustu kemur alltaf upp spurningin: hvernig bókara skal ráða? Margir fara í vini og vandamenn sem eru með slíka þjónustu og leita ráða því eins og segir í Hávamálum: En orðstír deyr aldregi hveim er getur séð góðan. Orðsporið gefur alltaf vissa mynd um hvernig viðskiptavinum líkar þjónustan. Það sem hinsvegar þarf að gæta að er að bókari X kann að vera óhentugur fyrirtæki Z og það geta verið margar ástæður fyrir því.

Við leit að bókara er gott að hafa eftirfarandi í huga:

 1. Gefur bókarinn sér tíma í að svara fyrirspurnum?
 2. Sýnir hann skilning á rekstrinum?
 3. Stendur hann við orð sín?
 4. Er hann þægileg viðbót við þinn rekstur?
 5. Er verðlagið skýrt og gegnsætt?

Ef bókarinn er ekki að veita þér það öryggi og skilning sem þú óskar eftir þá er gott að spyrja sig hvort viðskiptasambandið henti. Aðalbókarinn hefur til að mynda í gegnum tíðina ekki getað tekið alla í viðskipti sem til hans leita því viðkomandi hefur einfaldlega ekki hentað þjónustunni og það er þakklátt að átta sig á því fyrr en seinna.

Hvernig bókara skal þá ráða?
Við hvetjum þig til að kanna þjónustu Aðalbókarans, við bjóðum upp á fast verð, enga aukareikninga og vel skilgreinda þjónustu.  Bókhald er ekki bara bókhald og öll bókhaldsþjónusta þarf alltaf að vera vel skilgreind. Við höfum lagt kapp á gegnsæji og sameiginlegan skilning viðskiptavina okkar. Það einfaldar okkur vinnuna og skapar traust, öruggt bókhald.

Sendu okkur fyrirspurn og við svörum um leið og við lítum upp úr bókhaldinu!

Réttar upplýsingar á réttum tíma

Það á ekki að vera erfitt að fá réttar upplýsingar úr bókhaldinu á réttum tíma svona að öllu jöfnu en reynsla okkar sýnir að ef ekki er vandað til verka geta hinar réttu upplýsingar hreinlega orðið rangar og velt vandanum á undan sér.

Við áttum okkur oft á þessum villum þegar við tökum við nýjum viðskiptavini og förum yfir bókhaldið. Stundum leiðir þetta til leiðréttingar þannig að viðkomandi fær endurgreitt og stundum ekki en alltaf leiðir þetta til yfirsýnar hans/hennar og skilnings á rekstrinum.

Ef rétt er að málum staðið og bókhaldið fært rétt, sést hin raunverulega staða og réttar upplýsingar nást úr bókhaldskerfinu. Með fagaðila eins og Aðalbókarann í bókhaldinu tryggja viðskiptavinir ávallt að niðurstaðatalan sé rétt.

Að fá réttar eða ekki réttar upplýsingar…. þar er efinn.

Bókari verður aldrei úreltur

Bókhald hefur alltaf verið meira en innsláttur talna og bókari verður aldrei úreltur. Þessa staðhæfingu stöndum við fyllilega við. Reyndur bókari, eins og Aðalbókarinn getur aðstoðað fyrirtæki með nákvæma yfirsýn yfir stöðu rekstursins. Það gefur því auga leið að góður bókari ætti að taka nýrri tækni fagnandi þar sem hún gefur honum meiri tíma til að hjálpa viðskiptavininum að skilja betur rekstrarstöðuna.

Á Íslandi flokkast flest fyrirtæki sem lítil og meðalstór fyrirtæki og öll þurfa þau á þjónustu bókara að halda svo bókhaldið sé rétt fært og gögnum skilað á tíma til hins opinbera. Sú skilvirkni sem verður með sjálfvirkri tækni og þjónustu þýðir að bókarinn getur þjónustað fleiri viðskiptavini en áður því tæknin eykur framleiðni bókara miklu frekar en að gera þá atvinnulausa.

Á meðan hlutverk bókarans breytist með nýrri tækni breytir það ekki hvernig hið opinbera lítur á starf hans, nauðsynlegan hluta af trúverðurleika og árangri fyrirtækja.

Bókhald framtíðarinnar.
Flest fyrirtæki þurfa á fagþekkingu bókara að halda svo bókhaldið sé rétt fært og gögnum skilað á tíma en bókhaldið er orðið svo miklu meira en innsláttur talna, afstemmingar og niðurstaða. Sá bókari sem aðlagar sig að nýjum veruleika mun blómstra í þessu nýja umhverfi ásamt viðskiptavinum sínum því bókarinn mun hafa meiri tíma til að veita verðmætrar upplýsingar um reksturinn.

Að færa gögn er ómissandi hluti af vinnu bókarans, sífelldar endurtekningar og er ekki sérlega spennandi framkvæmd í sjálfu sér. Sjálfvirkni á þessum þætti vinnunnar ætti því að vera gleðiefni því hún gefur bókaranum tækifæri á frekari úrvinnslu gagna sem aftur sýnir raunverulega sérfræðiþekkingu hans. Þegar tæknin tekur yfir meira af hinni venjubundnu vinnu bókarans getur hann nýtt sérfræðiþekkingu sína til að vinna betur úr lykiltölum viðskiptavinarins. Já bókari verður aldrei úreltur.

Aðalbókarinn vinnur náið með viðskiptavinum sínum. Smelltu hér og kannaðu málið hvernig þjónustan gæti hentað þér

Framtíð bókhaldsþjónustu

Bókhaldsþjónusta er í sífelldri þróun vegna nýrra tæknilausna sem breyta allri umgjörð og vinnslu bókhaldsins til framtíðar.

Þannig á rafvæðing sér stað í öllu bókhaldi sem ásamt umhverfisvæðingu í rekstri gerir það að verkum að bókhaldsgögn yfirgefa aldrei eigendur sína heldur færast rafrænt upp í bókhaldsský.

Þetta gerir fyrirtækjaeigendum auðveldara að færa það að mestu leyti sjálfir en þýðir þó ekki að bókhaldsþjónusta sé að öllu orðin úreld, langt því frá. Alltaf er þörf á sérfræðiþekkingu bókarans til að sjá um að forsendur bókhaldsfærslna séu réttar.

Þessi þróun og rafvæðing kallar á breyttar áherslur bókhaldsþjónustu eins og Aðalbókarans. Ekki verður lengur þörf á að halda utan um allar kvittanir í möppum því aðgangur að gögnunum verður uppi í bókhaldsskýinu en sérfræðiþekking bókarans er ennþá jafn verðmæt.

Það má því með sanni segja að bókhaldsþjónusta sé að færast nær uppruna sínum því hún felst ekki í að halda utan um skókassa fulla af kvittunum heldur færa bókhald svo hægt sé að taka ákvarðanir á traustum, öruggum gögnum, bókhaldsgögnum.

Haustverkin á tímum COVID 19

Þau eru misjöfn haustverkin sem við tökum okkur fyrir hendur á þessum fordæmalausu tímum sem COVID 19 er.

Bókhaldsþjónustan er sem betur fer í föstum skorðum hjá okkar viðskiptavinum en nú þarf að taka tillit til fleiri atriða en hinna venjubundna færslna, launavinnslna, vsk-uppgjöra, ársreikninga og skattskýrslna en það er rekstrarfærnin. Það er því tilvalið að fara í gegnum reksturinn, sjá hvar betur má fara, hvernig næstu mánuðir geta litið út, hvort og þá hvar er hægt að hagræða. Síðan er að horfast í augu við niðurstöðuna og taka ákvarðanir – líka þær erfiðu.

Aðalbókarinn getur aðstoðað þá sem eru að ganga í gegnum erfiða tíma með því að kanna hvort skilyrði séu fyrir hendi varðandi lög um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar eða greiðsluskjól.  Það er gert með rétt uppfærðum bókhaldsgögnum. Séu skilyrðin uppfyllt er næst að skoða rekstrarhæfni viðkomandi og þá í framhaldi að gefa út yfirlýsingu um að bókhaldið sé í lögboðnu horfi.

Hver eru haustverk þíns fyrirtækis á tímum COVID 19? Ertu tilbúinn? Ef þig vantar aðstoð viðurkennds bókara til að taka ákvarðanirnar og vinna að sterkari rekstrarhæfni þá erum við til þjónustu reiðubúin. Smelltu á þennan hlekk, sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um leið og við lítum upp úr bókhaldinu.

Greiðsluskjól

Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar vegna Kóróna-veirunnar er greiðsluskjól sem Aðalbókarinn getur aðstoðað sína viðskiptavini við að sækja um. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, sem koma fram í 2. gr. laganna, geta fyrirtækin fengið greiðsluskjól í áföngum í allt að ár en úrræðið er hugsað fyrir fyrirtæki sem hafa vegna veirunnar lent í vandræðum og orðið fyrir tekjubresti. Mörg fyrirtæki hafa nú þegar nýtt sér þetta úrræði á meðan önnur eru að skoða möguleikann, skilyrðin og útfærslur.

Skilyrðin eru m.a. þau að atvinnustarfsemi viðkomandi hafi byrjað ekki síðar en 1. desember 2019, að hann hafi greitt einum eða fleiri starfsmönnum laun í desember 2019 og janúar og febrúar 2020 sem og að samanlagður rekstrarkostnaður og skuldir hans sem falla í gjalddaga á næstu tveimur árum séu meiri en heildarfjárhæð andvirðis peningaeignar hans, innistæðna, verðbréfa og krafna á hendur öðrum.

Þá verður skuldari að uppfylla a.m.k. eitt þeirra skilyrða sem við á varðandi 75% lækkun tekna á völdu tímabili.

Beiðninni um greiðsluskjól skulu fylgja síðustu tveir ársreikningar skuldarans, svo og árshlutauppgjör frá sama tímabili, hafi þau verið gerð. Einnig skal fylgja beiðninni yfirlýsing löggilts endurskoðanda eða viðurkennds bókara um að bókhald skuldarans sé í lögboðnu horfi.

Fyrirtæki sem komast í greiðsluskjól eiga að ráða sér til aðstoðar lögmann eða löggiltan endurskoðanda  til að vinna að fjárhagslegri endurskipulagningu sem og að ganga til samninga við lánadrottna.

Greiðsluskjól er möguleiki sem við hjá Aðalbókaranum vinnum með viðskiptavinum okkar sé þess óskað. Með því að færa bókhaldið reglulega og hafa raunverulega stöðu til taks getum við aðstoðað alla okkar viðskiptavini, hvort sem þeir ætla sér að fara í greiðsluskjól eða eru að íhuga það. Ákvörðun byggð á raungögnum og rétt færðu bókhaldi er lykillinn að slíkum ákvörðunum og þar kemur Aðalbókarinn sterkt inn.

Kannaðu málið og sendu okkur fyrirspurn hér  hvort sem þú ert að íhuga greiðsluskjól eða vilt einfaldlega kanna þjónustu Aðalbókarans. VIð bjóðum fast verð og enga aukareikninga.