Ársreikningar og skattframtöl

Það er þessi tími árs þar sem nauðsynlegt er að fara yfir rekstur ársins á undan og gera það upp. Árseikningar og skattframtöl eru verkefnin sem liggja meðal annars fyrir og rétt er að koma þeim til hins opinbera í tíma. 

Það er engin ástæða til að flækja uppgjör eða kasta til höndunum, því lög og reglur kveða nákvæmlega á um hvernig þetta skuli gert og þú getur treyst því að Aðalbókarinn gengur frá þínum málum á réttan máta og á réttum tíma.

Nú er tilvalið að taka næstu daga í að safna saman gögnunum og koma þeim í hendur Aðalbókarans til að vinna úr þeim. Það léttir álagi af stjórnendum að hafa ekki áhyggjur af óunnum verkefnum í bókhaldinu, og geta farið yfir reksturinn í rauntölum og brugðist við þar sem bregðast þarf við og geta þá endurskoðað áætlanir í framhaldinu.

Það er merki um heilbrigðan rekstur að geta lagt fram ársreikning og gert upp sín mál við skattinn innan tilskilins frests. Aðalbókarinn vinnur allt bókhald traust og örugglega, skilar á tíma og veitir sínum viðskiptavinum ró yfir öllum skilum til hins opinbera. Það er okkar leiðarljós í allri okkar vinnu.