Einföld og þægileg bókhaldsþjónusta

Við hjá Aðalbókaranum leggjum áherslu á að bókhaldsþjónustan sé einföld og þægileg.  Það er okkur í hag að viðskiptavinir okkar gangi að snuðrulausum samskiptum og finni stuðning jafnt sem skilning á sínum bókhaldsþörfum.

Okkur þykir það góð þjónusta að sækja gögnin til viðskiptavina okkar á stór-Reykjavíkursvæðinu, og auðvelda þeim að koma gögnunum til okkar, að lækka þann tímafreka þröskuld að skutla gögnum á milli staða. Þetta hefur mælst vel fyrir og mikil ánægja er með þessa nýjung.

Viðskiptavinurinn getur valið hvort gögnin afhendist okkur skönnuð eða í pappírsformi – allt eftir umstangi, magni og þörfum. Það eina sem við þurfum er yfirlit yfir bókhaldsgögnin, á hentugu formati. Þeir viðskiptavinir okkar sem búa út á landi senda okkur gögnin gjarnan skönnuð. Fjarlægð er því engin fyrirstaða.

Önnur þjónusta er að svara fyrirspurnum viðskiptavina, finna til gögn þegar þarf, senda til skattayfirvalda og láta viðskiptavini okkar finna að Aðalbókarinn sé raunveruleg bókhaldsdeild fyrirtækis þeirra.

Nú þegar VSK-skil eru framundan erum við að minna viðskiptavini okkar á þjónustuna og gefa þeim valkost hvernig þeir vilja skila okkur gögnunum. Þessi samskipti eru ávallt ánægjuleg því á bakvið rekstur og tölur er fólk sem við njótum að veita góða þjónustu.

Bókhaldsþjónusta er ekki bara færslur og talnarýni heldur einnig samskipti og rekstrarskilningur. Við leggjum áherslu á að viðskiptavinir okkar finni að við séum til staðar og styðjum við reksturinn með góðri yfirsýn ásamt því að sjá um að senda inn rétt gögn, á réttum tíma til rétts aðila.


Við erum að bæta við okkur viðskiptavinum og ef þú hefur áhuga á að heyra frá okkur þá sendu okkur fyrirspurn hér.