Umhugsunarefni þegar kemur að bókhaldi

Umhugsunarefni bókhaldsins

Um daginn settum við inn spurningar á hópinn Íslenskir frumkvöðlar á Facebook og báðum fólk að senda okkur umhugsunarefni sín þegar kemur að bókhaldi.

Bókhaldskostnaður var mörgum hugleikinn og sjálfvirknivæðing bókhaldsins. Við ræddum þessi mál hér hjá Aðalbókaranum og fórum yfir hvernig okkar viðskiptavinir væru að vinna bókhaldið sitt.

Geymsla bókhaldsgagna
Allir rekstraraðilar bera ábyrgð á geymslu sinna bókhaldsgagna.  Hjá minni rekstraraðilum fáum við gögnin send til okkar hálfum mánuði fyrir vsk skil en mánaðarlega hjá þeim stærri. Við skönnum inn öll skjöl til að ekkert glatist eða afmáist út eins og vera vill með kvittanir úr söluposum. Fljótlegast er því fyrir okkur að fá gögnin skönnuð og send til okkar rafrænt – en skjölin sjálf þurfa að vera aðgengileg. Það er mismunandi hvort við geymum þau gögn eða viðskiptavinurinn.

Það sem viðskiptavinir þurfa að gera til að vinnan gangi hnökralaust fyrir sig er að gæta þess að öll gögn séu með. Passa upp á hverja nótu, hverja millifærslu og sölu. Það sem tefur bókarann er undantekningarlaust þegar gögn fylgja ekki með og því viljum við fá meiri gögn til okkar en minni.

Bókhaldskerfi
Við höfum þá trú að ekkert eitt bókhaldskerfi sé betra en annað. Þessi kerfi eru allt lausnir sem einhver er búinn að leggja hugsun og vinnu í og þjónar þeim sem það vilja. Ef kerfið hentar rekstrinum þá er það besta kerfið fyrir viðkomandi.  Góður bókari aðlagar sig að sínum viðskiptavini og Aðalbókarinn hefur í gegnum tíðina aðlagað sig að mörgum kerfum og þau virka öll.

Allir rekstraraðilar þurfa að hafa lágmarksskilning á bókhaldi, vita um hvað það snýst. Okkar starf er að gæta þess að það sé rétt fært, vera í sambandi við RSK og aðra opinbera aðila og senda inn á réttum tíma virðisaukaskattinn, skattaskýrslur og ársreikning svo fátt eitt sé nefnt.

Bókhaldskostnaður
Varðandi bókhaldskostnað þá gerir Aðalbókarinn ávallt fast verðtilboð í bókhaldsþjónustuna, við sendum aldrei aukareikninga fyrir að svara símtölum eða hitta okkar viðskiptavini. Það er okkur í hag að samskiptin séu góð, sameiginlegur skilningur sé á bókhaldinu og að viðskiptavinir gangi að okkur vísum.

Það er sjaldan sem bókhaldið reynist meira en í upphafi var áætlað og í þeim fáu tilfellum sem það hefur gerst, þá breytist verð þjónustunnar eftir fyrsta árið. Þangað til vinnum við samkvæmt verðsamningi og sjáum um að bókhaldið sé fært frá a-ö og öll gögn send hinu opinbera á réttum tíma. Við höfum sett saman yfirlit bókhaldseindaga ársins 2021 og sendum út til okkar viðskiptavina fljótlega.

Ef þú vilt heyra í okkur og kanna hvernig bókhaldsþjónusta Aðalbókarans gæti nýst þér þá smelltu hér og við svörum um leið og við lítum upp úr bókhaldinu.