Að útvista bókhaldið og spara

Útvista bókhaldið

Það kemur mörgum á óvart hve mikið er hægt að spara með því að útvista bókhaldið. Þegar fyrirtæki komast á þann stað að bókhaldið er farið að taka meiri tíma frá grunnþáttum rekstursins fara þau að athuga með nýjan starfsmann eða að útvista bókhaldinu. Nýr starfsmaður þarf á þessum tímapunkti yfirleitt að bera nokkra hatta og nýtast því í fleiri verk en bókhaldið. Það getur reynst þrautinni þyngri. Sparnaðurinn felst því bæði í þjálfunarkostnaði starfsmanns og vinnuframlagi eigenda meðal annars. Því með útvistum getur hann/hún varið öllum sínum kröftum í reksturinn en ekki bókhaldið.

Fast verð og engir aukareikningar

Þegar þessir aðilar senda okkur fyrirspurn og átta sig á að hjá Aðalbókaranum er fast verð og engir aukareikningar (fyrir símtöl eða aðrar almennar fyrirspurnir) þá undantekningarlaust prufa þau þjónustu okkar í ár. Það hefur reynst mörgum gæfuspor því með þjónustu eins og Aðalbókarans fær rekstraraðilinn í raun heila bókhaldsdeild með margra ára þekkingu og reynslu í farteskinu.

Með þessu undirbýr fyrirtækið rekstur sinn til framtíðar þar sem gögn verða alltaf aðgengileg, rétt færð og skil á réttum tíma við hið opinbera. Það er ómetanlegt að geta gengið að þessu vísu hjá reyndum bókara og vitað að bókhaldið er alltaf rétt fært og í samræmi ár frá ári.

Nú þegar tími aðhalds er hafinn hjá fyrirtækjum er útvistun bókhalds ein af þeim betri ákvörðunum sem þau taka. Það sést strax í rekstrarkostnaði fyrirtækisins sem og léttir af eigendum og stjórnendum.

Við hvetjum ykkur að velta útvistun bókhaldsins fyrir ykkur – það gæti komið ánægjulega á óvart!
Sendið okkur fyrirspurn hér og við svörum um leið og við lítum upp úr bókhaldinu.