Að þekkja bókhald

Traust, öruggt bókhald

Viðskiptavinir okkar þekkja bókhald mismikið en vita að það þarf að færa það reglulega og vera í samskiptum við hið opinbera. Mörgum finnst þetta eitt það leiðinlegasta verk sem hugsast getur og skiljum við það mjög vel. Það hafa ekki allir ástríðu fyrir tölum, bókhaldsfærslum og að setja fram ársreikninga og skattaskýrslur á sama hátt og við.

Það er gaman að ræða við viðskiptavini okkar um reksturinn og hvernig við getum stutt við þeirra vöxt. Við segjum oft í gamni að væri til háskólagráða í aðlögunarhæfni þá værum við með hana. Allir þeir sem við færum bókhaldið fyrir eru nefnilega svo mismunandi. Hvernig við fáum til okkar gögnin er einnig mismunandi. Hvaða sölukerfi viðskiptavinir okkar nota er líka mismunandi. Hvernig við lesum inn bókhaldsgögnin er því oft mismunandi. Þetta kallar á aðlögun og skilning, sem við erum góð í.

Gögnin
Við höfum verið að sækja gögn til viðskiptavina okkar allt þetta ár. Það hefur verið góð viðbót við bókhaldsþjónustuna. Sumir nýta sér þessa viðbót, sumir ekki. Öðrum finnst gott að koma með gögnin, grípa í kaffibolla og ræða aðeins um gögnin sín. Svo eru það þeir sem eru með allt rafrænt. Viðskiptavinir okkar eru skemmtilega misjafnir og það gefur okkur að geta mætt þeim á þeirra forsendum en bókhaldið fer alltaf upp á sama máta, innan laga og reglna.

Frumkvöðlar hafa verið okkur hugleiknir að undanförnu og höfum við verið að skoða hvernig þjónusta henti þeim almennt. Niðurstaðan er sú sama og allra annarra, að taka við gögnum þeirra og sjá til þess að ekkert útaf beri svo þeir geti einbeitt sér að sínu frumkvöðlafyrirtæki.

Við teljum það öllum frumkvöðlum í hag að fá fagaðila sem fyrst í bókhaldið – hvar sem þau sækja slíkan aðila. Það getur dregið tímabundið úr sköpunarkraftinum að þurfa að vinna sig mörg ár aftur í tímann til að svara fyrispurnum frá skattinum. Slíkt gerist reglulega þegar t.d. um rannsókna- og þróunarkostnað er að ræða.

Við bjóðum alla frumkvöðla hvar sem á vaxtarkúrfunni þeir eru, að senda okkur fyrirspurn hér og sjá hvort okkar þjónusta henti.