Ferðu áhyggjulaus í frí?
Það er góð tilfinning að fara áhyggjulaus í frí og nú þegar Verslunarmannahelgin er framundan þá er það mikilvægt hjá öllum rekstraraðilum að öll gögn séu rétt bókuð og að launavinnslur séu gerðar.
Við erum búin að sækja bókhaldsgögnin til viðskiptavina okkar, erum að færa bókhaldið og senda inn virðisaukaskattsskýrslur. Svo eru það launavinnslurnar sem koma til framkvæmda um mánaðarmótin. Bókhaldsþjónusta vikunnar er einnig nýtt til að ganga frá lausum endum og senda fyrirspurnir ef einhverjar eru.
Það er okkur mikilvægt að viðskiptavinir okkar geti farið óáreittir í frí hvort sem það er sumarfrí eða helgarfrí eins og það sem framundan er, vitandi að Aðalbókarinn vaki yfir bókhaldinu og sjái til þess að allt sé fært og frágengið í tíma.
Við getum bætt við aðilum í bókhaldsþjónustu okkar. Ef þú vilt fara áhyggjulaus í frí, eiga Hauk í horni sem Aðalbókarinn er, þá sendu okkur fyrirspurn hér.
Við höfum samband um leið og við lítum upp úr bókhaldinu!