Allt á réttum tíma

Útvista bókhaldið

Nú í ágúst eru ársreikningar og skattframtöl í fyrirrúmi hjá viðskiptavinum okkar og allt er tilbúið á réttum tíma. Við höfum nýtt síðustu mánuði vel, tekið gögnin saman í rólegheitum og sendum þau fljótlega til þeirra til yfirlestrar. Flestir ársreikningar eru tilbúnir á þessum tímapunkti við viljum bara vera með vaðið fyrir neðan okkur og flýtum okkur því hægt í þessum málum.

Bókhaldsþjónusta Aðalbókarans snýst ekki bara um að færa bókhaldið heldur einnig um samskipti við viðskiptavini okkar – þau eru ávallt ánægjuleg og þetta árlega uppgjör er lokahnykkurinn, nú lokum við rekstrarárinu og sendum niðurstöðuna til viðskiptavinanna.

Framundan er síðan stefnumótun og áætlanagerð hjá flestum byggð á niðurstöðu rekstrar síðasta árs sem og stöðunni eins og hún er í dag á COVID tímum.

Það er kannski ekki auðvelt að gera rekstraráætlun með mörgum þeim óvissuþáttum sem eru í gangi en það er hægt með nákvæmu bókhaldi og réttri upplýsingagjöf sem fæst með stöðugri og faglegri bókhaldsþjónustu.

Okkar viðskiptavinir eru með sitt á hreinu, frá þeim fara gögnin á réttum tíma. En frá þér?

Við getum bætt við okkur í bókhaldsþjónustu Aðalbókarans, smelltu hér og við höfum samband um leið og við lítum upp úr bókhaldinu.