Bókhald, nýsköpun og kreppa

Eitt af því sem við tökum eftir er að bókhald, nýsköpun og kreppa eru gott teymi því nýsköpun blómstrar í kreppu en vantar oft bókhaldsþekkingu. Kemur það til bæði af nauðsyn til að lifa af og af því að hugmyndaríkt fólk fer að segja hugmyndir sínar upphátt um hvernig betur megi vinna hlutina eða skapa nýja.

Að tryggja bókhaldsþjónustu frá upphafi.
Það mikilvægasta fyrir alla sem fylgja innsæi sínu og feta nýsköpunarstíginn er að tryggja sér góða bókahaldsþjónustu sem fylgt getur fyrirtækinu eftir frá upphafi. Frumkvöðlar og leiðtogar innan fyirtækja sem aðlagast þá aðferðarfræði blómstra sem aldrei fyrr því nú er tími til að fara inn á við og gera betur, hvar sem er í rekstinum.

Í grunninn snýst nýsköpun um þá þörf manneskjunnar að skapa, leysa vandamál og framkvæma bæði sér og þjóðfélaginu í hag. Frumkvöðlar eru því ekki bara lausnamiðaðir heldur hvetja þeir aðra í kringum sig til að hoppa á vagninn og vinna að nýjum lausnum.

Bókhaldsþjónusta og nýsköpunarfyrirtæki
Bókhaldsþjónusta og færsla bókhalds er í eðli sínu ekki nýsköpunartengd starfssemi en allur búnaður og utanumhald hefur breyst í gegnum tíðina, þökk sé tæknisinnuðum nýsköpunarsinnum.

Þannig styður Aðalbókarinn við frumkvöðla en fer þó ekki nýjar leiðir í vinnslu bókhaldsins. Þar gildir að færa allt samkvæmt fyrirframákveðnum stöðlum, nýta reynslu og þekkingu.

Aðalbókarinn er viðurkenndur bókari og við fylgjumst vel með allri tækniþróun á bókhaldskerfum, leggjum upp úr persónulegri þjónustu, tölum mannamál og hlustum á þarfir viðskiptavina okkar.

Hafðu samband og við svörum um leið og við lítum upp úr bókhaldinu.