Að útvista og vaxa
Að vaxa er oft markmið eigenda. Til að ná því markmiði getur verið þægilegt að útvista verkefnum.
Um leið og sala eykst og fleiri starfsmenn eru ráðnir inn þurfa allir ferlar að styðja við vöxtinn. Þá verður bókhaldið og yfirsýn þess sérlega mikilvægt.
Öflugt, traust bókhald og fjármálastjórn þurfa að endurspegla reksturinn svo starfsmenn geti einbeitt sér að kjarnastarfsemi fyrirtækisins, tekjuöflun og þjónustu við viðskiptavini.
Það góða við að útvista bókhaldinu til sérfræðinga er að það auðveldar stjórnendum að einblína á vöxt og heilbrigðan rekstur. Engin þörf er á að þjálfa starfsfólk í bókhaldi, nýjustu reglugerðum og skattaumhverfi því bókhaldarinn hefur þær upplýsingar á takteinum.
Aðalbókarinn hefur í gegnum árin fylgt mörgum minni fyrirtækjum í gegnum sín vaxtarskeið. Þau hafa náð árangri, hvert á sínu sviði því stjórnendur þeirra hafa getað reitt sig á upplýsingar, yfirsýn og ráðgjöf á hverju því vaxtarskeiði sem fyrirtækin hafa staðið frammi fyrir.
Það er almenn reynsla þeirra sem huga að vexti að útvistun gefi þeim tækifæri á að einblína á reksturinn. Það styður þá skoðun okkar að fyrirtæki njóti góðs af því að útvista bókhaldi til fagaðila eins og Aðalbókarans.