Bókhaldsdeild einyrkjans

Ert þú að íhuga að stofna eigið fyrirtæki og vinna að þínum hugðarefnum? Sífellt bætist í hóp þeirra sem stunda eigin rekstur og er gaman að heyra af hinum fjölmörgu fyrirtækjum sem leita til okkar með bókhaldsþjónustu.

Oft er sagt að þú gerir það sem þú ert best/ur í og við sjáum um afganginn – hver svo sem sá afgangur er. En bókhald getur þó aldrei verið neinn afgangur og leggjum við hjá Aðalbókaranum metnað okkar í að vera einyrkjum sem og öðrum til stuðnings.

Við tjöldum ekki til einnar nætur heldur lítum svo á að við séum bókhaldsdeildin í þeim fyrirtækjum sem við vinnum með og aðstoðum stjórnendur og eigendur við að hafa góða yfirsýn yfir fjármál fyrirtækisins.

Fyrir utan að færa bókhaldið og láta vita af öllum gjalddögum sem framundan eru þá erum við alltaf eitt símtal í burtu, erum til taks og þjónustu reiðubúin. Mannleg samskipti koma aldrei í staðinn fyrir önnur samskipti og leggjum við mikið upp úr að þekkja til reksturs viðskiptavina okkar til að geta ráðlagt eftir bestu vissu.

Svo finnst okkur bókhald bara svo skemmtilegt og iðum í skinninu við færa það fyrir okkar fólk og gefa þeim sem gleggsta mynd af rekstrinum.

Ef þú ert einyrki og ert að velta fyrir þér bókhaldsþjónustu þá sendu okkur fyrirspurn hér!