Alltaf til staðar

Aðalbókarinn leggur áherslu á að bókhaldsþjónustan sé einföld og örugg ásamt því að vera alltaf til staðar fyrir viðskiptavini sína. Hvað annað ætti hún að snúast um? Við sjáum alltof oft augýsingar um alls kyns mæliborð og skýrslur ásamt greiningarþjónustu sem bókhaldsfyrirtæki eru að bjóða uppá en hjá okkur eru hlutirnir einfaldir, skýrir og öruggir.

Bókhaldið snýst um debet og kredit og við bjóðum upp á fasta mánaðargreiðslu fyrir að færa það, ganga frá öllum gjöldum, reikna launin, senda inn vsk skýrslur og gera árið upp. Við skilum síðan inn ársreikningi og skattskýrslu. Einfalt, skilvirkt og öruggt, ekki satt?

Að sjálfsögðu geta stjórnendur kallað eftir upplýsingum þegar á þarf að halda. Þessi upplýsingaöflun er viðskiptavinum okkar að kostnaðarlausu, en verkefnið bókhald og bókhaldsþjónusta er að okkar mati mjög skýrt og þarf ekkert að flækja það með aukavörum.

Viðskiptavinir okkar fá bókhaldið og samtalið um það á einföldu mannamáli og kunna að meta þjónustuna sem við erum afar þakklát fyrir. Hér eru nokkur dæmi:

  • Aðalbókarinn er fagfólk fram í fingurgóma, alltaf til staðar og hafa reynst mér sérlega vel.
  • Þau hjá Aðalbókaranum hafa unnið með okkur frá upphafi, gætt þess að allar opinberar greiðslur séu greiddar á tíma og stutt við okkur með góðri yfirsýn á bókhaldinu.
  • Það er ómetanlegt að hafa traustan samstarfsaðila sem Aðalbókarinn er.
  • Þau eru snögg að svara svo við fáum ávallt góða yfirsýn yfir það sem við erum að vinna að.
  • Fyrir utan að taka af okkur álagið við að færa bókhaldið þá er Aðalbókarinn ávallt spot on með stöðuna á hverjum tíma og ráðleggingar í framhaldinu.

Við erum að bæta við okkur viðskiptavinum, ef þú vilt einfalda og örugga bókhaldsþjónustu, bókara sem er alltaf til staðar, þá sendu okkur fyrirspurn hér – við svörum um leið og við lítum upp úr bókhaldinu.