Bókari verður aldrei úreltur

Bókhald hefur alltaf verið meira en innsláttur talna og bókari verður aldrei úreltur. Þessa staðhæfingu stöndum við fyllilega við. Reyndur bókari, eins og Aðalbókarinn getur aðstoðað fyrirtæki með nákvæma yfirsýn yfir stöðu rekstursins. Það gefur því auga leið að góður bókari ætti að taka nýrri tækni fagnandi þar sem hún gefur honum meiri tíma til að hjálpa viðskiptavininum að skilja betur rekstrarstöðuna.

Á Íslandi flokkast flest fyrirtæki sem lítil og meðalstór fyrirtæki og öll þurfa þau á þjónustu bókara að halda svo bókhaldið sé rétt fært og gögnum skilað á tíma til hins opinbera. Sú skilvirkni sem verður með sjálfvirkri tækni og þjónustu þýðir að bókarinn getur þjónustað fleiri viðskiptavini en áður því tæknin eykur framleiðni bókara miklu frekar en að gera þá atvinnulausa.

Á meðan hlutverk bókarans breytist með nýrri tækni breytir það ekki hvernig hið opinbera lítur á starf hans, nauðsynlegan hluta af trúverðurleika og árangri fyrirtækja.

Bókhald framtíðarinnar.
Flest fyrirtæki þurfa á fagþekkingu bókara að halda svo bókhaldið sé rétt fært og gögnum skilað á tíma en bókhaldið er orðið svo miklu meira en innsláttur talna, afstemmingar og niðurstaða. Sá bókari sem aðlagar sig að nýjum veruleika mun blómstra í þessu nýja umhverfi ásamt viðskiptavinum sínum því bókarinn mun hafa meiri tíma til að veita verðmætrar upplýsingar um reksturinn.

Að færa gögn er ómissandi hluti af vinnu bókarans, sífelldar endurtekningar og er ekki sérlega spennandi framkvæmd í sjálfu sér. Sjálfvirkni á þessum þætti vinnunnar ætti því að vera gleðiefni því hún gefur bókaranum tækifæri á frekari úrvinnslu gagna sem aftur sýnir raunverulega sérfræðiþekkingu hans. Þegar tæknin tekur yfir meira af hinni venjubundnu vinnu bókarans getur hann nýtt sérfræðiþekkingu sína til að vinna betur úr lykiltölum viðskiptavinarins. Já bókari verður aldrei úreltur.

Aðalbókarinn vinnur náið með viðskiptavinum sínum. Smelltu hér og kannaðu málið hvernig þjónustan gæti hentað þér