Framtíð bókhaldsþjónustu

Bókhaldsþjónusta er í sífelldri þróun vegna nýrra tæknilausna sem breyta allri umgjörð og vinnslu bókhaldsins til framtíðar.

Þannig á rafvæðing sér stað í öllu bókhaldi sem ásamt umhverfisvæðingu í rekstri gerir það að verkum að bókhaldsgögn yfirgefa aldrei eigendur sína heldur færast rafrænt upp í bókhaldsský.

Þetta gerir fyrirtækjaeigendum auðveldara að færa það að mestu leyti sjálfir en þýðir þó ekki að bókhaldsþjónusta sé að öllu orðin úreld, langt því frá. Alltaf er þörf á sérfræðiþekkingu bókarans til að sjá um að forsendur bókhaldsfærslna séu réttar.

Þessi þróun og rafvæðing kallar á breyttar áherslur bókhaldsþjónustu eins og Aðalbókarans. Ekki verður lengur þörf á að halda utan um allar kvittanir í möppum því aðgangur að gögnunum verður uppi í bókhaldsskýinu en sérfræðiþekking bókarans er ennþá jafn verðmæt.

Það má því með sanni segja að bókhaldsþjónusta sé að færast nær uppruna sínum því hún felst ekki í að halda utan um skókassa fulla af kvittunum heldur færa bókhald svo hægt sé að taka ákvarðanir á traustum, öruggum gögnum, bókhaldsgögnum.