Eru tekjur og gjöld sexý?
Tekjur og gjöld eru kannski ekki mest sexý verkefnið í rekstrinum en fyrir bókara eru þau spennandi og eitt af lykilatriðum bókhaldsuppgjörsins.
Eitt það ánægjulegasta í hverjum rekstri er að fá greidda reikninga. Með því að fylgjast með viðskiptakröfum og gæta þess að allir reikningar séu greiddir, merkja strax við og ganga frá, eru rekstraraðilar að auðvelda eftirvinnslu allrar bókhaldsvinnu og uppgjörs.
Mikilvægt er að hafa augun á fjármagnsflæðinu, vita hvaða tekjum er von á og fylgjast með öllum reikningum. Það er í sjálfu sér einföld aðgerð og mælum við með að rekstraraðilar gefi sér tíma vikulega til að líta yfir þessi atriði. Með vanafestu næst góð yfirsýn yfir fjármál rekstursins og oft þarf ekki nema um 30 mínútur vikulega til að ná henni.
Helsta áskorun margra í fyrirtækjarekstri er bókhaldið, sérstaklega fyrir þá sem eru að byrja, vaxa og hafa einfaldlega ekki áhuga á að setja sig inn í bókhald og uppgjör.
Að hafa bókhaldið rétt, uppfært og afstemmt er eitt það mikilvægasta í hverjum rekstri. Það veitir hugarró, öll gjöld greidd á tíma og ekkert sem kemur í bakið á manni seinna.
Við erum að bæta við okkur viðskiptavinum svo ef þú ert í vafa með bókhaldið, vsk skilin sem framundan eru, svo ekki sé nú minnst á skattaskýrsluna og árskýrsluna þá erum við til þjónustu reiðubúin.
Hafðu samband og njóttu síðan sumarsins áhyggjulaus og fullviss um að Aðalbókarann sé með þér í liði, bókhaldið fært og uppgjör tilbúin að því loknu.