Þegar bókhaldið kemur á óvart

Með árssamning upp á fast verð segja viðskiptavinir okkar sem komið hafa í bókhaldsþjónustu síðustu mánuði, að bókhaldið hafi komið þeim á óvart.

Já bókhald getur komið á óvart – sérstaklega þegar það er þekkt stærð sem breytist ekkert næsta árið.

Við segjum það fullum fetum að bókhald eigi ekki að vera stór kostnaðarliður og segjum það upphátt sem aftur kemur fólki á óvart – við bókarar Aðalbókarans erum því líka að koma á óvart.

Hér er dæmi um ástæður fyrir því að fyrirtæki hafa komið í viðskipti til Aðalbókarans síðustu mánuði:

„Ég varð svo fúll þegar þessir aukareikningar komu frá gamla bókaranum mínum – og það í þessu árferði“.
„Maður skilur bara ekki þessa reikninga fyrir bókhaldsvinnuna, fyrir hvað verið er að rukka“.
„Ég vil bara að það sé hlustað á mig, að bókarinn sé með mér í liði og skilji hvað er í gangi í rekstrinum“.
„Við vorum að taka við fyrirtæki og viljum gera hlutina rétt frá upphafi
„Við viljum fá fagaðila til að færa bókhaldið erum ekki að ná utan um þetta lengur“

Allir þessir aðilar eru nú viðskiptavinir Aðalbókarans og við kappkostum að ræða við þau á mannamáli, setja bókhaldið í einfalda ferla og vinna samkvæmt áætlun.

Okkur finnst gefandi að heyra þegar þjónusta eins og bókhaldsþjónusta Aðalbókarans getur komið fólki ánægjulega á óvart. Þá er okkar takmörkum náð og viðskiptavinurinn slakar á, einbeitir sér að sínum rekstri á meðan við færum bókhaldið.

Ef þú vilt láta bókhaldið koma þér á óvart, sendu okkur þá fyrirspurn hér!