Hvernig bókara skal ráða?

Þegar þörf er á bókhaldsþjónustu kemur alltaf upp spurningin: hvernig bókara skal ráða? Margir fara í vini og vandamenn sem eru með slíka þjónustu og leita ráða því eins og segir í Hávamálum: En orðstír deyr aldregi hveim er getur séð góðan. Orðsporið gefur alltaf vissa mynd um hvernig viðskiptavinum líkar þjónustan. Það sem hinsvegar þarf að gæta að er að bókari X kann að vera óhentugur fyrirtæki Z og það geta verið margar ástæður fyrir því.

Við leit að bókara er gott að hafa eftirfarandi í huga:

  1. Gefur bókarinn sér tíma í að svara fyrirspurnum?
  2. Sýnir hann skilning á rekstrinum?
  3. Stendur hann við orð sín?
  4. Er hann þægileg viðbót við þinn rekstur?
  5. Er verðlagið skýrt og gegnsætt?

Ef bókarinn er ekki að veita þér það öryggi og skilning sem þú óskar eftir þá er gott að spyrja sig hvort viðskiptasambandið henti. Aðalbókarinn hefur til að mynda í gegnum tíðina ekki getað tekið alla í viðskipti sem til hans leita því viðkomandi hefur einfaldlega ekki hentað þjónustunni og það er þakklátt að átta sig á því fyrr en seinna.

Hvernig bókara skal þá ráða?
Við hvetjum þig til að kanna þjónustu Aðalbókarans, við bjóðum upp á fast verð, enga aukareikninga og vel skilgreinda þjónustu.  Bókhald er ekki bara bókhald og öll bókhaldsþjónusta þarf alltaf að vera vel skilgreind. Við höfum lagt kapp á gegnsæji og sameiginlegan skilning viðskiptavina okkar. Það einfaldar okkur vinnuna og skapar traust, öruggt bókhald.

Sendu okkur fyrirspurn og við svörum um leið og við lítum upp úr bókhaldinu!