Bókhaldsþjónusta í hnotskurn

Alhliða bókhaldsþjónusta

Þjónusta Aðalbókarans er í hnotskurn alhliða bókhaldsþjónusta sem gerir rekstraraðilum kleift að einbeita sér að rekstrinum í öruggri vissu um að á meðan sjáum við um að bókhaldið sé fært, laun reiknuð og og þeim skýrslum sem skila á, sé skilað. Við leggjum metnað okkar í persónulega og faglega þjónustu, sinnum bókhaldinu af öryggi og tölum einfalt mannamál, svo allir séu á sömu blaðsíðu

Fastur bókhaldskostnaður

Það er grundvallaratriði að viðskiptavinir viti alltaf hvað þjónustan kosti. Þessvegna býður Aðalbókarinn fastan bókhaldskostnað á mánuði eftir umfangi viðskiptavinarins. Símtöl og önnur viðvik er ekki rukkað sérstaklega fyrir.

Mikilvægt er að fá réttar upplýsingar á réttum tíma. Við sjáum oft augýsingar um alls kyns mæliborð og skýrslur ásamt greiningarþjónustu sem bókhaldsfyrirtæki eru að bjóða uppá gegn auka greiðslu en hjá okkur eru hlutirnir einfaldir, skýrir og öruggir. Bókhaldið snýst um debet og kredit og við bjóðum upp á fasta mánaðargreiðslu fyrir að færa það, ganga frá öllum gjöldum, reikna launin, senda inn vsk skýrslur og gera árið upp. Við skilum síðan inn ársreikningi og skattskýrslu. Við vitum hvað þarf til og það er óþarfi að flækja það. Einfalt, skilvirkt og öruggt, ekki satt?

Ef spurningar vakna, sendu okkur fyrirspurn um bókhaldsþjónustu Aðalbókarans. Hver veit nema þú gætir nýtt þér þjónustuna og lækkað bókhaldskostnaðinn í leiðinni.