Nýr veruleiki 4. maí, ertu með áætlun?

Umhugsunarefni bókhaldsins

Við byrjum að aðlagast nýjum veruleika þegar byrjað verður að slaka á samkomubanninu þann 4. maí, ertu með áætlun? Tvær vikur eru til stefnu og því tilvalið að fara yfir mikilvæg atriði til undirbúnings.

  1. Hvernig stendur reksturinn?
  2. Er bókhaldið fært og raunveruleg niðurstaða fengin?
  3. Hvaða svigrúm er til staðar?
  4. Hvernig líta áætlanir út bæði langtíma og fyrir árið 2020?
  5. Er búið að forgangsraða skuldum, ef eru?
  6. Hvar liggja ný tækifæri?

Það er mikilvægt að setja rekstrinum markmið, þrátt fyrir þá óvissutíma sem framundan eru. Grundvallaratriðið er að vita hvernig reksturinn stendur og því tilvalið að ganga frá öllum lausum endum, fá niðurstöðu rekstrarins miðað við stöðuna í dag og setja rekstrinum markmið.

Það er ekki síst á svona tímum sem Aðalbókarinn kemur að góðu gagni. Með því að sjá til þess að allt bókhald sé rétt fært, allur kostnaður raungerður og áætlanir með opinber gjöld sett inn í reksturinn þá geta fyrirtæki unnið með réttar forsendur. Við bjóðum nýja viðskiptavini velkomna, það er auðvelt að skipta um bókhaldsþjónustu og þú getur kannað málið hér.

Við hvetjum alla til að setja sér markmið og ná tökum á hinum nýja veruleika sem og þeim áskorunum sem framundan eru.  Aðalbókarinn stendur þétt við bakið á sínum viðskiptavinum og kappkostar að færa bókhaldið og sjá til þess að öll útgjöld, skýrslur og launakostnaður sé rétt reiknaður og inn í áætlunum.

Ertu með áætlun?