Hver er grunn rekstrarkostnaðurinn?

Traust, öruggt bókhald

Fyrirsjánleiki er eftirsóknarverður í fyrirtækjarekstri og það er gott að geta gengið að því sem vísu að grunn rekstrarkostnaður fyrirtækisins sé þekktur og þar er kostnaður við bókhaldið  engin undantekning. Stundum hugleiða menn að breyta fyrirkomulagi á bókhaldsmálum en láta ekki verða að því athuga hvaða lausnir eru í boði. En nú er lag.

Fastur bókhaldskostnaður
Viðskiptavinir okkar vita alltaf nákvæmlega hvað þjónustan kostar, við gerum fastan samning og þó svo að við svörum símtölum eða finnum til gögn á samningstímanum þá rukkum við ekki aukalega fyrir það. Það er okkar hagur að viðskiptavinir finni að við erum traustur bakhjarl, alltaf, á öllum tímum.

Ef þú hefur einhvern tímann íhugað að festa bókhaldskostnaðinn og vera örugg/ur um að engin breyting verði þar á, þá er þetta rétti tíminn til að hafa samband við Aðalbókarann. Við bjóðum upp á viðurkennda bókara og gerum samning upp á verð á bókhaldsþjónustu til eins árs í senn.

Að færa bókhaldsþjónustuna til Aðalbókarans er einfalt þú smellir bara hér, og eftir að þú hefur ákveðið að koma í viðskipti til okkar þá sjáum um að skiptin gangi fljótt og örugglega fyrir sig og rukkum ekkert aukalega fyrir það.