Réttar upplýsingar á réttum tíma
Það á ekki að vera erfitt að fá réttar upplýsingar úr bókhaldinu á réttum tíma svona að öllu jöfnu en reynsla okkar sýnir að ef ekki er vandað til verka geta hinar réttu upplýsingar hreinlega orðið rangar og velt vandanum á undan sér.
Við áttum okkur oft á þessum villum þegar við tökum við nýjum viðskiptavini og förum yfir bókhaldið. Stundum leiðir þetta til leiðréttingar þannig að viðkomandi fær endurgreitt og stundum ekki en alltaf leiðir þetta til yfirsýnar hans/hennar og skilnings á rekstrinum.
Ef rétt er að málum staðið og bókhaldið fært rétt, sést hin raunverulega staða og réttar upplýsingar nást úr bókhaldskerfinu. Með fagaðila eins og Aðalbókarann í bókhaldinu tryggja viðskiptavinir ávallt að niðurstaðatalan sé rétt.
Að fá réttar eða ekki réttar upplýsingar…. þar er efinn.