Ætlar þú að eyða sumarfríinu í bókhald?

Einn allra óhagkvæmasti skiladagur vsk er í byrjun ágúst því vikurnar á undan eru flestir í sumarfríi og því ekki með hugann við bókhald og rekstur. Þetta er sá skiladagur vsk sem margir ýta á undan sér öllum undirbúningi bókhaldsins og hringja með engum fyrirvara til okkar með beiðni um aðstoð.

Hið fullkomna fyrirkomulag er að sjálfsögðu að senda inn bókhaldsgögnin áður en sumarfríið hefst og láta Aðalbókarann um að bóka og senda til skattsins. Þannig blasir við hreint borð að loknu sumarfríi.

Hitt fyrirkomulagið er að eftir gott sumarfrí, sé sest niður, reikningar flokkaðir og hugurinn gíraður í uppgjör síðustu mánaða í stað þess að einbeita sér að verkefnum haustsins og framlegð komandi mánaða.

Þitt er valið. Við fögnum öllum sem kjósa að vinna gögnin samhliða því það minnkar stress, eykur ánægju og fullkomnar fríið.

Við erum að bæta við okkur viðskiptavinum svo ef þú ert í vafa með bókhaldið, vsk skilin svo ekki sé nú minnst á skattaskýrsluna og árskýrsluna þá erum við til þjónustu reiðubúin.

Hafðu samband og njóttu síðan sumarsins áhyggjulaus og fullviss um að Aðalbókarann sé með þér í liði, bókhaldið fært og uppgjör tilbúin að því loknu.