Þekking á skattaumhverfinu

Útvista bókhaldið

Hver hjá þínu fyrirtæki/félagi hefur í raun einlægan áhuga og þekkingu á skattaumhverfinu svo hægt sé að treysta honum/henni til að leiða reksturinn í gegnum þann frumskóg? Hvað gerist þegar fyrirspurn kemur frá skattinum? Hvernig velur þú viðbragð þá?

Bókhaldsþjónusta
Þegar slíkar fyrirspurnir koma tökum við glöð á móti þeim og fylgjum farsællega í höfn. Þetta er hluti af okkar bókhaldsþjónustu og er alltaf innifalin í henni, án alls aukakostnaðar.
Við lítum nefnilega svo á að þjónusta okkar sé að gera rekstraraðilum auðveldara fyrir að sinna sínu starfi. Þessvegna sækjum við til þeirra bókhaldsgögnin og styðjum sem við getum.

Enginn símtalskostnaður
Þetta þýðir að þegar við heyrum í viðskiptavinum okkar t.d. vegna fyrirspurnar frá skattinum þá leggst enginn símtalskostnaður á, ekki heldur þegar við höfum samband við skattinn og leysum málin.

Ástríða fyrir bókhaldi
Við höfum ástríðu fyrir bókhaldi, svo einfalt er það. Okkur finnst gefandi að vinna með farsælum aðilum, vinna í trausti bókhaldsþekkingar okkar að rekstrarárangri þeirra og sjá til þess að gögn séu send á réttum tíma til opinberra aðila.

Bókhaldið færir sig ekki sjálft en Aðalbókarinn færir það með traustri þekkingu á bókhaldslögum, skattalögum og góðu siðferði.