Breytingar á bókhaldsþjónustu
Bókhaldsþjónusta og tækni
Eitt af því sem kallar á breytingar á bókhaldsþjónustu er tækni. Geymsla gagna í rafrænu skýi er til að mynda ein sviðsmynd breytinganna. Þetta gerir það að verkum að staðsetning bókarans skiptir ekki lengur höfuðmáli heldur að þjónustan henti viðkomandi lögaðila.
Hlutverk bókarans er einnig að breytast. Stóra verkefnið að halda utan um bókhaldsgögn er ekki lengur aðalatriðið heldur gefst nú meiri tíma í að nýta bókhaldsþekkinguna og vera ráðgjafandi í málum tengdu bókhaldi og um leið rekstri viðkomandi. Þannig verður bókari aldrei úreltur.
Rafræn bókhaldsþjónusta
Hinn sí stækkandi hluti bókhaldsskýja þýðir að bókhaldsþjónustan færist meir yfir í rafrænar færslur. Þetta þýðir auðveldari tilfærslur, minni kostnað fyrir lögaðila og einfaldari upplýsingatæknistrúktúr. Einnig gerir þetta bókhaldsþjónustum auðveldra fyrir að vinna hvaðan sem er.
Aðalbókarinn fer ekki varhluta af þessari breytingu. Fleiri aðilar utan höfuðborgarsvæðisins koma í þjónustu til okkar og nýta sér þannig reynslu og þekkingu okkar, óháð staðsetningu og umfangi. Gögn þessara aðila fáum við rafrænt og getum séð til þess að allt sé upp á punkt og pí. Að geta boðið aðilum að vera bókhaldsdeild þeirra og stuðningur í rekstri er okkur ómetanlegt því með nýrri tækni getum við unnið hraðar og gefið upplýsingar úr bókhaldinu í rauntíma.
Aðlögun bókhaldsþjónustunnar
Við aðlögum bókhaldsþjónustu okkar að hverjum og einum, sækjum gögn til þeirra sem það velja á meðan aðrir velja að koma þeim til okkar og ræða mál sem lúta að uppgjöri og bókhaldsfærslum. Það er allt í boði og njótum við þess að taka á móti viðskiptavinum okkar hvernig sem þeir kjósa.
Við erum ávallt til þjónustu reiðubúin og hvetjum alla sem kjósa að lækka bókhaldskostnað og ræða bókhaldið á mannamáli, að senda okkur fyrirspurn hér!