Nú þarf að lækka allan kostnað
Hjá mörgum rekstraraðilum er tími aðhalds þessa vikur og mánuði sem þýðir að það þarf að lækka allan kostnað. Með traustu, öruggu bókhaldi eru hæg heimatökin. Það er hægt að átta sig á hvað er ábatasamt og hvað ekki, hvar þarf að leggja áherslu á og hvar ekki og síðast en ekki síst þarf að átta sig á hvort núverandi bókhaldsþjónusta sé hentug rekstrinum eða ekki.
Margir okkar viðskiptavina hafa sagt okkur síðustu mánuði að nú sé komið að því, nú reyni virkilega á viðskiptamódelið. Okkar hlutverk í þessum aðstæðum er að hafa góða stjórn á bókhaldinu sem veitir stjórnendum yfirsýn yfir bókhaldið. Árangursríkir stjórnendur skilja að góður bókari gerir svo miklu meira en stemma af bankareikninga og senda inn gögn til hins opinbera. Við erum þakklát fyrir það góða samstarf sem við eigum við okkar viðskiptavini að halda utan um eitt mikilvægasta verkfærið í rekstrinum, bókhaldið.
Lækka kostnað
Nú er tími áætlana fyrir næsta ár. Með þessum fordæmalausu tímum sem nú eru í þjóðfélaginu getur verið erfitt að áætla reksturinn með þessari veiru-breytu sem nú þarf að taka tillit til að eins miklu/litlu leyti og hægt er – eftir því hvernig á hana er litið. Ábyrg rekstrarstjórn gerir nokkrar sviðsmyndir byggðar á síðustu mánuðum og þar getum við stutt við.
Að geta einblínt á mál málanna í rekstri og hafa skilning á fjárhag fyrirtækisins krefst þjónustu reynds bókara – einhvers sem heldur áfram að bæta við sig þekkingu sem og uppfæra nýjar reglugerðir, kynna sér aðgerðir stjórnvalda og deila vitneskjunni til þeirra sem þess óska.
Aðalbókarinn heldur áfram að aðstoða sína viðskiptavini í þeirri vegferð að lækka kostnað og átta sig á hvar er hægt að hagræða í rekstrinum. Það er fyrst og fremst gert með traustu, öruggu bókahaldi.
Ertu með fyrirspurn? Sendu hana til okkar hér og við svörum um leið og við lítum upp úr bókhaldinu.