Einföld samskipti og áreiðanlegir verkferlar

Ef það er eitthvað sem við hjá Aðalbókaranum leggjum áherslu á þá er það einföld samskipti. Reynslan hefur kennt okkur hvernig best er að sjá heildarmynd bókhalds viðskiptavina okkar og þegar við hnjótum um einhverja fyrirstöðu þá spyrjum við skýrt og skorinort.

Mikilvægir verkferlar eins og að sækja gögn hvort sem er í banka, til viðskiptavinarins eða í skanna er upphafið af því að bókhaldið sé fært og að heildarmyndin náist.

Við höfum látið sérsmíða fyrir okkur áhrifarík tól og tæki sem nýtt eru í allri innkeyrslu gagna sem við stemmum svo af. Þetta byggjum við á áratuga reynslu og hvernig best er að bóka gögnin á traustan, öruggan máta.

Áreiðanlegir verkferlar
Ástríða okkar liggur meðal annars í því að sjá hvernig bókhaldið stemmi, að verkferlar okkar séu áreiðanlegir en síðast en ekki síst að finna út hvernig við getum stutt við rekstur viðskiptavinarins.

Bókarar okkar búa yfir gríðarlegri reynslu og það er fátt sem okkur kemur á óvart. Við erum með skýra sýn, höfum einfaldað alla verkferla og þróað þjónustuna að þörfum hvers og eins viðskiptavina okkar.

Traust mikilvægt
Ekkert er eins mikilvægt og traust viðskiptavina okkar. Við leggjum mikið á okkur að svo megi vera. Að viðskiptavinurinn finni að við séum með honum/henni í liði, svörum spurningum fljótt og örugglega og bendum alltaf á að það kostar ekkert aukalega að hafa samband við okkur. Engin spurning er of lítil eða of stór. Mikilvægt er að viðskiptavinurinn upplifi að Aðalbókarinn er raunverulegur Haukur í horni og taki af honum/henni allt það verk sem fylgir bókhaldi. Það á ekki bara við að færa bókhaldið heldur einnig öll samskipti við skattinn, leiðréttingarskýrslur og senda inn frekari gögn til hins opinbera þegar þess er óskað.

Já, það er fátt eins mikilvægt og traust, öruggt bókhald.

Ertu með rekstur sem gæti þegið reyndan bókara?
Kannaðu málið og sendu okkur fyrirspurn hér.

Við erum að bæta við okkur viðskiptavinum.