Greiðsluskjól

Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar vegna Kóróna-veirunnar er greiðsluskjól sem Aðalbókarinn getur aðstoðað sína viðskiptavini við að sækja um. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, sem koma fram í 2. gr. laganna, geta fyrirtækin fengið greiðsluskjól í áföngum í allt að ár en úrræðið er hugsað fyrir fyrirtæki sem hafa vegna veirunnar lent í vandræðum og orðið fyrir tekjubresti. Mörg fyrirtæki hafa nú þegar nýtt sér þetta úrræði á meðan önnur eru að skoða möguleikann, skilyrðin og útfærslur.

Skilyrðin eru m.a. þau að atvinnustarfsemi viðkomandi hafi byrjað ekki síðar en 1. desember 2019, að hann hafi greitt einum eða fleiri starfsmönnum laun í desember 2019 og janúar og febrúar 2020 sem og að samanlagður rekstrarkostnaður og skuldir hans sem falla í gjalddaga á næstu tveimur árum séu meiri en heildarfjárhæð andvirðis peningaeignar hans, innistæðna, verðbréfa og krafna á hendur öðrum.

Þá verður skuldari að uppfylla a.m.k. eitt þeirra skilyrða sem við á varðandi 75% lækkun tekna á völdu tímabili.

Beiðninni um greiðsluskjól skulu fylgja síðustu tveir ársreikningar skuldarans, svo og árshlutauppgjör frá sama tímabili, hafi þau verið gerð. Einnig skal fylgja beiðninni yfirlýsing löggilts endurskoðanda eða viðurkennds bókara um að bókhald skuldarans sé í lögboðnu horfi.

Fyrirtæki sem komast í greiðsluskjól eiga að ráða sér til aðstoðar lögmann eða löggiltan endurskoðanda  til að vinna að fjárhagslegri endurskipulagningu sem og að ganga til samninga við lánadrottna.

Greiðsluskjól er möguleiki sem við hjá Aðalbókaranum vinnum með viðskiptavinum okkar sé þess óskað. Með því að færa bókhaldið reglulega og hafa raunverulega stöðu til taks getum við aðstoðað alla okkar viðskiptavini, hvort sem þeir ætla sér að fara í greiðsluskjól eða eru að íhuga það. Ákvörðun byggð á raungögnum og rétt færðu bókhaldi er lykillinn að slíkum ákvörðunum og þar kemur Aðalbókarinn sterkt inn.

Kannaðu málið og sendu okkur fyrirspurn hér  hvort sem þú ert að íhuga greiðsluskjól eða vilt einfaldlega kanna þjónustu Aðalbókarans. VIð bjóðum fast verð og enga aukareikninga.