Samtal um bókhald

Hafiði velt fyrir ykkur hvernig samtal um bókhald er?

Við vorum einmitt að ræða það um daginn hér á skrifstofunni því þarfir allra okkar viðskiptavina eru hinar sömu eða stöðugleiki og að geta gengið að því að skil til hins opinbera séu rétt og á réttum tíma. Þetta er ekki flókið.

Viðskiptavinur: ,,Sæll, geturðu tekið að þér bókhaldið hjá mér?”
Aðalbókarinn; ,,Já að sjálfsögðu, hvernig rekstur ertu með?”

Svo hefjum við samtal um bókhald sem innifelur í sér þarfir og áskoranir hins tilvonandi viðskiptavinar. Eftir á sendum við tilboð þar sem við sundurliðum hvernig við sérsníðum bókhaldsþjónustuna að viðkomandi.

Grunn bókhaldsþjónusta Aðalbókarans

 • færa bókhaldið
 • senda inn VSK skýrslur
 • útbúa launaseðla
 • senda inn staðgreiðslu og launaskilagreinar
 • gera og senda inn ársreikning ásamt að skila skattframtali
 • sjá um öll samskipti við RSK
 • fast verð og enga aukareikninga

Framkvæmd bókhaldsþjónustu Aðalbókarans

 • Sækja bókhaldsgögn til viðskiptavina
 • móttaka skönnuð gögn
 • sækja rafræn skjöl í banka
 • sækja rafræna reikninga viðskiptavina

Það er alltaf ánægjulegt að heyra hve við getum einfaldað vinnuna fyrir viðskiptavini okkar með traustu, öruggu bókhaldi. Því bókari verður aldrei úreltur. Við erum skýr í okkar afstöðu sem auðveldar bæði skilning og árangur allra enda ganga viðskiptavinir að okkur vísum í sínum rekstri á föstu verði án allra aukareikninga.

Viltu trausta, örugga bókhaldsþjónustu? Sendu okkur fyrirspurn hér og við höfum samband um leið og við lítum upp úr bókhaldinu.