Við lækkum bókhaldskostnað

Síðustu mánuði höfum við tekið á móti nýjum viðskiptavinum sem allir sem einn hafa minnst á hve við lækkum bókhaldskostnað þeirra. Það þykir okkur sérlega góðar fréttir því við leggjum áherslu á að bókhaldsþjónusta okkar sé einföld og ódýr í sjálfu sér.

„Við viljum bara að bókhaldið sé fært, að á okkur sé hlustað og að skattaskýrslu og ársreikningi ásamt öllum opinberum greiðslum sé skilað á réttum tíma” sagði einn nýr viðskiptavinur við okkur nú í vikunni. Þetta þykir okkur alveg sjálfsagt og leggjum áherslu á að þannig vinnum við fyrir alla, stóra jafnt sem smáa viðskiptavini – alltaf.

Okkur finnst gaman að færa bókhald og ganga þannig frá að viðskiptavinurinn hafi góða yfirsýn yfir reksturinn og sé rólegur yfir opinberum gjöldum. Að hann finni að við, bókarinn hans, séum með honum í liði hvort sem er þegar vel gengur eða þegar áskoranir ber að garði.

Við fáum fjöldann allan af fyrirspurnum en það passa nú ekki allir við okkar þjónustu og erum við hreinskilin með það. Við viljum ekki byrja viðskiptasamband á röngum forsendum, það er hvorki okkur né viðkomandi í hag.

Ef þú vilt lækka bókhaldskostnaðinn þá smelltu hér og sendu okkur fyrirspurn 

Við hlökkum til að heyra frá þér!