Haustverkin á tímum COVID 19

Traust, öruggt bókhald

Þau eru misjöfn haustverkin sem við tökum okkur fyrir hendur á þessum fordæmalausu tímum sem COVID 19 er.

Bókhaldsþjónustan er sem betur fer í föstum skorðum hjá okkar viðskiptavinum en nú þarf að taka tillit til fleiri atriða en hinna venjubundna færslna, launavinnslna, vsk-uppgjöra, ársreikninga og skattskýrslna en það er rekstrarfærnin. Það er því tilvalið að fara í gegnum reksturinn, sjá hvar betur má fara, hvernig næstu mánuðir geta litið út, hvort og þá hvar er hægt að hagræða. Síðan er að horfast í augu við niðurstöðuna og taka ákvarðanir – líka þær erfiðu.

Aðalbókarinn getur aðstoðað þá sem eru að ganga í gegnum erfiða tíma með því að kanna hvort skilyrði séu fyrir hendi varðandi lög um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar eða greiðsluskjól.  Það er gert með rétt uppfærðum bókhaldsgögnum. Séu skilyrðin uppfyllt er næst að skoða rekstrarhæfni viðkomandi og þá í framhaldi að gefa út yfirlýsingu um að bókhaldið sé í lögboðnu horfi.

Hver eru haustverk þíns fyrirtækis á tímum COVID 19? Ertu tilbúinn? Ef þig vantar aðstoð viðurkennds bókara til að taka ákvarðanirnar og vinna að sterkari rekstrarhæfni þá erum við til þjónustu reiðubúin. Smelltu á þennan hlekk, sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um leið og við lítum upp úr bókhaldinu.