Ertu að greiða of mikið fyrir bókhaldsþjónustu?

Það er sorglegt til þess að vita hve margir eru að greiða of mikið fyrir bókhaldsþjónustu. Í okkar huga á bókhaldsþjónusta að vera ódýr og einföld. Veruleikinn er því miður oft sá að rekstraraðilar eru að fá óþarfa upplýsingar til að bókhaldsfyrirtæki geti réttlætt þóknun sína.

Aðalbókarinn vinnur hratt og örugglega fyrir sína viðskiptavini, færir bókhaldið og sér til þess að allar greiðslur til yfirvalda séu gerðar upp á réttum tíma. Þetta er svona einfalt.

Skiptu í hagstæðari bókhaldskostnað
Margir af okkar viðskiptavinum skiptu til Aðalbókarans þegar þeir uppgötvuðu hagræðinguna sem fylgir því að fá Aðalbókarann til að færa bókhaldið – því bókhald er í eðli sínu einfalt og engin ástæða til að flækja það.

Bókhaldsþjónusta er nauðsynleg en hún á að vera einföld og ódýr. Það er síðan viðskiptavinarins að nýta sér gögnin til að skoða hinar ýmsu sviðsmyndir rekstursins en það er starf Aðalbókarans að auðvelda þeim það með traustu, öruggu bókhaldi.

Auðvelt að skipta
Það er auðvelt að skipta um bókhaldsþjónustu. Við hjá Aðalbókaranum sjáum að það ferli fyrir þig og gerum það fljótt og örugglega.

Ef þú vilt lækka bókhaldskostnað hafðu þá samband því við erum að bæta við okkur viðskiptavinum þessi dægrin.

Sendu okkur fyrirspurn hér.  Við svörum um leið og við lítum upp úr bókhaldinu.

Neikvætt sjóðsstreymi og lausnir

Þegar sjóðsstreymi verður neikvætt er gott að hafa viðurkenndan bókara eins og Aðalbókarann, í teyminu til að átta sig á hvaða lausnir eru í stöðunni.

Minnstu áföll geta kostað fyrirtæki ómælda vinnu og fjármagn, hvort sem það er lélegt sjóðsstreymi eða óvandaðar upplýsingar um raunstöðu rekstursins. Lykilatriðið til að forðast fjárhagsvandræði er að spyrja réttu spurninganna og ef viðvörunarljós fer að blikka, þá að taka örugg skref til að leysa vandamálið.

Stærstu áskoranir stjórnenda eru meðal annars:

 • sjóðsstreymi
 • að taka ákvarðanir í tíma með réttum upplýsingum úr rekstrinum
 • hár, dulinn kostnaður
 • óhagstæðir ferlar

Hver er besta leiðin til að ná fram meiri hagnaði og hagræðingu? Fyrst og fremst með góðri yfirsýn og sterkri stjórn á sjóðsstreymi. þú getur náð betri stjórn á fjármálum fyrirtækisins með því að úthýsa bókhaldinu til Aðalbókarans, sem setur upp slíkar upplýsingar daglega fyrir viðskiptavini sína og gefur nákvæma stöðu rekstursins þegar þess er óskað.

Kannaðu málið, smelltu hér og sendu okkur línu.

Við erum til þjónustu reiðubúin!

Þekking á skattaumhverfinu

Hver hjá þínu fyrirtæki/félagi hefur í raun einlægan áhuga og þekkingu á skattaumhverfinu svo hægt sé að treysta honum/henni til að leiða reksturinn í gegnum þann frumskóg? Hvað gerist þegar fyrirspurn kemur frá skattinum? Hvernig velur þú viðbragð þá?

Bókhaldsþjónusta
Þegar slíkar fyrirspurnir koma tökum við glöð á móti þeim og fylgjum farsællega í höfn. Þetta er hluti af okkar bókhaldsþjónustu og er alltaf innifalin í henni, án alls aukakostnaðar.
Við lítum nefnilega svo á að þjónusta okkar sé að gera rekstraraðilum auðveldara fyrir að sinna sínu starfi. Þessvegna sækjum við til þeirra bókhaldsgögnin og styðjum sem við getum.

Enginn símtalskostnaður
Þetta þýðir að þegar við heyrum í viðskiptavinum okkar t.d. vegna fyrirspurnar frá skattinum þá leggst enginn símtalskostnaður á, ekki heldur þegar við höfum samband við skattinn og leysum málin.

Ástríða fyrir bókhaldi
Við höfum ástríðu fyrir bókhaldi, svo einfalt er það. Okkur finnst gefandi að vinna með farsælum aðilum, vinna í trausti bókhaldsþekkingar okkar að rekstrarárangri þeirra og sjá til þess að gögn séu send á réttum tíma til opinberra aðila.

Bókhaldið færir sig ekki sjálft en Aðalbókarinn færir það með traustri þekkingu á bókhaldslögum, skattalögum og góðu siðferði.

Hver er grunn rekstrarkostnaðurinn?

Fyrirsjánleiki er eftirsóknarverður í fyrirtækjarekstri og það er gott að geta gengið að því sem vísu að grunn rekstrarkostnaður fyrirtækisins sé þekktur og þar er kostnaður við bókhaldið  engin undantekning. Stundum hugleiða menn að breyta fyrirkomulagi á bókhaldsmálum en láta ekki verða að því athuga hvaða lausnir eru í boði. En nú er lag.

Fastur bókhaldskostnaður
Viðskiptavinir okkar vita alltaf nákvæmlega hvað þjónustan kostar, við gerum fastan samning og þó svo að við svörum símtölum eða finnum til gögn á samningstímanum þá rukkum við ekki aukalega fyrir það. Það er okkar hagur að viðskiptavinir finni að við erum traustur bakhjarl, alltaf, á öllum tímum.

Ef þú hefur einhvern tímann íhugað að festa bókhaldskostnaðinn og vera örugg/ur um að engin breyting verði þar á, þá er þetta rétti tíminn til að hafa samband við Aðalbókarann. Við bjóðum upp á viðurkennda bókara og gerum samning upp á verð á bókhaldsþjónustu til eins árs í senn.

Að færa bókhaldsþjónustuna til Aðalbókarans er einfalt þú smellir bara hér, og eftir að þú hefur ákveðið að koma í viðskipti til okkar þá sjáum um að skiptin gangi fljótt og örugglega fyrir sig og rukkum ekkert aukalega fyrir það.

Nýr veruleiki 4. maí, ertu með áætlun?

Við byrjum að aðlagast nýjum veruleika þegar byrjað verður að slaka á samkomubanninu þann 4. maí, ertu með áætlun? Tvær vikur eru til stefnu og því tilvalið að fara yfir mikilvæg atriði til undirbúnings.

 1. Hvernig stendur reksturinn?
 2. Er bókhaldið fært og raunveruleg niðurstaða fengin?
 3. Hvaða svigrúm er til staðar?
 4. Hvernig líta áætlanir út bæði langtíma og fyrir árið 2020?
 5. Er búið að forgangsraða skuldum, ef eru?
 6. Hvar liggja ný tækifæri?

Það er mikilvægt að setja rekstrinum markmið, þrátt fyrir þá óvissutíma sem framundan eru. Grundvallaratriðið er að vita hvernig reksturinn stendur og því tilvalið að ganga frá öllum lausum endum, fá niðurstöðu rekstrarins miðað við stöðuna í dag og setja rekstrinum markmið.

Það er ekki síst á svona tímum sem Aðalbókarinn kemur að góðu gagni. Með því að sjá til þess að allt bókhald sé rétt fært, allur kostnaður raungerður og áætlanir með opinber gjöld sett inn í reksturinn þá geta fyrirtæki unnið með réttar forsendur. Við bjóðum nýja viðskiptavini velkomna, það er auðvelt að skipta um bókhaldsþjónustu og þú getur kannað málið hér.

Við hvetjum alla til að setja sér markmið og ná tökum á hinum nýja veruleika sem og þeim áskorunum sem framundan eru.  Aðalbókarinn stendur þétt við bakið á sínum viðskiptavinum og kappkostar að færa bókhaldið og sjá til þess að öll útgjöld, skýrslur og launakostnaður sé rétt reiknaður og inn í áætlunum.

Ertu með áætlun?

Rekstur, bókhald og hagkvæmar lausnir

Hvernig greinir þú reksturinn, áttar þig á bókhaldinu og finnur hagkvæmar lausnir? Hvernig lítur fjárhagurinn út? Ertu að greiða reikninga á réttum tíma? Færðu reikninga greidda á réttum tíma? Ertu með gott kerfi til að ná góðri yfirsýn? Hvaða aðferðir nýtirðu til að ná utan um reksturinn?

Við mælum að sjálfsögðu með að viðurkenndur bókari færi bókhaldið og að það sé gert reglulega. Við hjá Aðalbókaranum fáum til að mynda gögn send á tveggja mánaða fresti til okkar, þegar virðisaukaskattsuppgjör er í nánd. Eftir þær færslur sést vel hverng reksturinn stendur miðað við áætlanir. En það þýðir ekki að ekki hægt sé að fylgjast vel með inn á milli.

1. Sækja gögn

Vikuleg skoðun á fjármálum er góð regla. Að skoða í hvað útgjöldin fara og hvernig salan stendur.  Bera þetta saman og átta sig á frávikum frá áætlun, ef einhver eru. Hér er ekki verið að tala um að færa bókhaldið, heldur einfaldlega sækja útgjöldin af bankayfirlitinu og hlaða upp í yfirlitsblað. Markmiðið hér er að ná í þessar fjárhagsupplýsingar, sækja gögnin.

2. Greina gögnin fyrir bókhaldið

Eftir að búið er að hlaða gögnunum upp í yfirlitsblaðið er gott að færa þau undir þá kostnaðarliði sem valdir hafa verið til greiningar. Hér erum við ekki að tala um að undirbúa bókhald á neinn máta heldur að ná góðri yfirsýn. Þetta býður hinsvegar upp á tækifæri til að ræða um bókhaldið við bókhaldarann, greina gögnin fyrir bókhaldið. Stundum koma spurningar um hvort þetta eða hitt sé frádráttarbært. Með því að fara vikulega yfir reksturinn sést vel hver staðan er.

3. Greiðsla reikninga.

Eitt af því mikilvæga er að átta sig á hvort og hvenær reikningar eru greiddir. Vikulegar yfirferðir fjármálanna gera þetta auðveldara og ef einhverjir eru komnir yfir eindaga er hér tækifæri til að minna á greiðslu.

Áminningin þarf ekki að vera flókin, heldur getur verið klókt að hafa einn uppsettan tölvupóst um áminningu. Þannig sparast tími og fyrirhöfn en með þvi að nota sama formið fer þessi framkvæmd í sjálfvirka vinnslu.

Þessi vikulega athöfn og yfirsýn ætti ekki að taka meira en 30 mínútur en getur verið vel þess virði til að ná góðri yfirsýn yfir reksturinn.

Verkefni allra sem standa í rekstri þessa dagana er að fara gaumgæfulega yfir alla kostnaðarliði. Kanna hvar hægt er að finna hagkvæmari lausnir við að lækka kostnað, úthýsa ef hægt er. Getur bókhaldsþjónusta eins og hjá Aðalbókaranum hentað þar sem gefið er fast verð í þjónustuna yfir árið og engir aukareikningar sendir fyrir þjónustuna á meðan á samningstíma stendur?

Bókhaldsþjónusta eða færa bókhaldið sjálf/ur?

Spurningin hvort bókhaldsþjónusta henti eða að þú ættir að færa bókhaldið sjálf/ur fer eftir eðli vinnu þinnar og þekkingu.

Bókhald og sérfræðiþekking
Bókhald er tímafrek vinna en eftir því sem það er gert oftar lærir maður inn á verkferlana og fer að þekkja það betur. Spurningin er hinsvegar hvort tímanum sé betur varið í sérfræðiþekkingu hvers og eins heldur en bókhaldið. Þeir sem eru að byrja sinn rekstur þurfa að setja á sig marga hatta varðandi reksturinn og þá getur bókhaldið aukið á stress, sér í lagi þegar kemur að skilum gagnvart hinu opinbera.

Bókhaldsþekking margra er úr menntaskóla og þekkja þeir vel debet og kredit. Aðrir kynnast því í háskóla í tengslum við nám sitt. Margir telja sig geta fært það og geta það helsta að sjálfsögðu. Margir gefa sér hinsvegar helst til of mikið kredit í bókhaldsþekkingu og átta sig fyrr en seinna að ástríða þeirra er af allt öðrum meiði.

Fyrirtækjaeigendur þurfa því að spyrja sig hvað það er sem gerir þá skapandi og framsækna. Er það bókhald eða það sem ýtti þeim út í að stofna fyrirtækið?

Viðurkenndur bókari og endurskoðandi
Það hafa ekki allir ástríðu fyrir bókhaldi, það vitum við sem vinnum við fagið. Aðalbókarinn býður bókhaldsþjónustu á föstu verði til að auðvelda viðskiptavinum sínum að áætla þann lið. Endurskoðandi er að öllu jöfnu ekki nauðsynlegur litlum og meðalstórum fyrirtækjum heldur viðurkenndur bókari sem sér um að bókhaldið sé traust og öruggt.

Þjónusta Aðalbókarans er alhliða bókhaldsþjónusta sem gerir rekstraraðilum kleift að einbeita sér að rekstrinum í öruggri vissu um að á meðan sjáum við um að bókhaldið sé fært, laun reiknuð og og þeim skýrslum sem skila á, sé skilað.

Sendu okkur línu á adalbokarinn@adalbokarinn.is og við förum yfir þarfir fyrirtækisins, hvernig bókhaldsþjónusta Aðalbókarans gæti nýst sem og hvernig við getum komið að liði.

Bókhald og rekstur á tímum COVID-19

Bókhald er ekki algengasta umræðuefnið þessa dagana. Heldur er það COVID-19 og það ekki að ástæðulausu. Við gerum öll okkar besta til að hefta útbreiðslu veirunnar og verja heimili okkar og fjölskyldu. En hvað geta lítil og meðalstór fyrirtæki gert til að bregðast við breyttum aðstæðum?

Við settum saman 5 atriða lista til að gera fyrirtækið hæfara á krepputímum:

1. Skilja til fullnustu í hvað peningarnir fara
Að hafa bókhaldið í lagi og stemma af er alltaf góð regla en í kreppuástandi er það enn mikilvægara. Stemma af banka og bókhald oftar og endurskoða öll útgjöld því safnast þegar saman kemur.

2. Nýta eignir betur
Þetta á auðvitað alltaf við. En í kreppu ástandi er gott að rýna vel í allar eignir og athuga hvernig hægt er að láta þær vinna betur.

Tökum dæmi:

 • Allur lager, koma honum í verð, jafnvel lækka verð, vera með tilboð o.þ.h.
 • Lausa fjármunir ef eru til staðar – endurfjárfesta í fyrirtækinu til framtíðar.
 • Rukka inn alla útistandandi reikninga, gera greiðsluáætlun með þeim sem eiga í greiðsluerfiðleikum.
 • Ef húsnæðið er rúmt má alltaf leigja hluta þess út.

3. Skuldir
Forgangsraða skuldum, greiða þær óhagstæðustu fyrs.  Semja við lánadrottna og setja upp greiðsluáætlun. Taka kostnaðarsömustu skuldirnar fyrst. Endurfjármagna og ná þannig enn betur utan um skuldirnar.

4. Langtímamarkmið og viðbragðsflýtir
Það er gott að hafa markmið rekstursins í forgrunni og velja viðbragð að yfirlögðu ráði við hverri áskorun. Ef fjárhagsvandræði eru fyrirsjáanleg er gott að biðja bankann og aðrar lánastofnanir um frekari fyrirgreiðslu til að vera viðbúin ef á þarf að halda. Best er þó að hafa langtímamarkmiðin að leiðarljósi og fylgjast grannt með öllum breytingum í rekstrinum, velja viðbragð og sjá næstu leiki fyrir. Nú er tími yfirsetu og útsjónarsemi.

5. Vera opin fyrir nýjum tækifærum
Að halda sjó er ágætis viðmið útaf fyrir sig. En þegar fyrirtæki sjá fram á algjört tekjuhrun, þá getur það reynst ábending um að skoða ný tækifæri í rekstri. Bjóða nýja vörur eða þjónustu. Vera opin fyrir tækifærum, ganga til samstarfs nú eða jafnvel sameinast öðrum.

Í kreppu verða allar ákvarðanir mikilvægar. Einföldustu ákvarðanir geta jafnvel skilið á milli feigs og ófeigs. Með góða og trausta yfirsýn eru fyrirtæki betur í stakk búin til að takast á við það sem framundan er. Við stöndum við bakið á okkar viðskiptavinum, færum bókhaldið og hjálpum þeim að rýna í reksturinn, svo hægt sé að taka skynsamlegar ákvarðanir á hverjum tíma.

Ef við getum orðið ykkur að liði varðandi bókhald og rekstur þá ekki hika við að senda okkur línu á adalbokarinn@adalbokarinn.is.

Ársreikningar og skattframtöl

Það er þessi tími árs þar sem nauðsynlegt er að fara yfir rekstur ársins á undan og gera það upp. Árseikningar og skattframtöl eru verkefnin sem liggja meðal annars fyrir og rétt er að koma þeim til hins opinbera í tíma. 

Það er engin ástæða til að flækja uppgjör eða kasta til höndunum, því lög og reglur kveða nákvæmlega á um hvernig þetta skuli gert og þú getur treyst því að Aðalbókarinn gengur frá þínum málum á réttan máta og á réttum tíma.

Nú er tilvalið að taka næstu daga í að safna saman gögnunum og koma þeim í hendur Aðalbókarans til að vinna úr þeim. Það léttir álagi af stjórnendum að hafa ekki áhyggjur af óunnum verkefnum í bókhaldinu, og geta farið yfir reksturinn í rauntölum og brugðist við þar sem bregðast þarf við og geta þá endurskoðað áætlanir í framhaldinu.

Það er merki um heilbrigðan rekstur að geta lagt fram ársreikning og gert upp sín mál við skattinn innan tilskilins frests. Aðalbókarinn vinnur allt bókhald traust og örugglega, skilar á tíma og veitir sínum viðskiptavinum ró yfir öllum skilum til hins opinbera. Það er okkar leiðarljós í allri okkar vinnu.

Að útvista og vaxa

Að vaxa er oft markmið eigenda. Til að ná því markmiði getur verið þægilegt að útvista verkefnum.

Um leið og sala eykst og fleiri starfsmenn eru ráðnir inn þurfa allir ferlar að styðja við vöxtinn. Þá verður bókhaldið og yfirsýn þess sérlega mikilvægt.

Öflugt, traust bókhald og fjármálastjórn þurfa að endurspegla reksturinn svo starfsmenn geti einbeitt sér að kjarnastarfsemi fyrirtækisins, tekjuöflun og þjónustu við viðskiptavini.

Það góða við að útvista bókhaldinu til sérfræðinga er að það auðveldar stjórnendum að einblína á vöxt og heilbrigðan rekstur. Engin þörf er á að þjálfa starfsfólk í bókhaldi, nýjustu reglugerðum og skattaumhverfi því bókhaldarinn hefur þær upplýsingar á takteinum.

Aðalbókarinn hefur í gegnum árin fylgt mörgum minni fyrirtækjum í gegnum sín vaxtarskeið. Þau hafa náð árangri, hvert á sínu sviði því stjórnendur þeirra hafa getað reitt sig á upplýsingar, yfirsýn og ráðgjöf á hverju því vaxtarskeiði sem fyrirtækin hafa staðið frammi fyrir.

Það er almenn reynsla þeirra sem huga að vexti að útvistun gefi þeim tækifæri á að einblína á reksturinn. Það styður þá skoðun okkar að fyrirtæki njóti góðs af því að útvista bókhaldi til fagaðila eins og Aðalbókarans.