Alltaf til staðar

Aðalbókarinn leggur áherslu á að bókhaldsþjónustan sé einföld og örugg ásamt því að vera alltaf til staðar fyrir viðskiptavini sína. Hvað annað ætti hún að snúast um? Við sjáum alltof oft augýsingar um alls kyns mæliborð og skýrslur ásamt greiningarþjónustu sem bókhaldsfyrirtæki eru að bjóða uppá en hjá okkur eru hlutirnir einfaldir, skýrir og öruggir.

Bókhaldið snýst um debet og kredit og við bjóðum upp á fasta mánaðargreiðslu fyrir að færa það, ganga frá öllum gjöldum, reikna launin, senda inn vsk skýrslur og gera árið upp. Við skilum síðan inn ársreikningi og skattskýrslu. Einfalt, skilvirkt og öruggt, ekki satt?

Að sjálfsögðu geta stjórnendur kallað eftir upplýsingum þegar á þarf að halda. Þessi upplýsingaöflun er viðskiptavinum okkar að kostnaðarlausu, en verkefnið bókhald og bókhaldsþjónusta er að okkar mati mjög skýrt og þarf ekkert að flækja það með aukavörum.

Viðskiptavinir okkar fá bókhaldið og samtalið um það á einföldu mannamáli og kunna að meta þjónustuna sem við erum afar þakklát fyrir. Hér eru nokkur dæmi:

  • Aðalbókarinn er fagfólk fram í fingurgóma, alltaf til staðar og hafa reynst mér sérlega vel.
  • Þau hjá Aðalbókaranum hafa unnið með okkur frá upphafi, gætt þess að allar opinberar greiðslur séu greiddar á tíma og stutt við okkur með góðri yfirsýn á bókhaldinu.
  • Það er ómetanlegt að hafa traustan samstarfsaðila sem Aðalbókarinn er.
  • Þau eru snögg að svara svo við fáum ávallt góða yfirsýn yfir það sem við erum að vinna að.
  • Fyrir utan að taka af okkur álagið við að færa bókhaldið þá er Aðalbókarinn ávallt spot on með stöðuna á hverjum tíma og ráðleggingar í framhaldinu.

Við erum að bæta við okkur viðskiptavinum, ef þú vilt einfalda og örugga bókhaldsþjónustu, bókara sem er alltaf til staðar, þá sendu okkur fyrirspurn hér – við svörum um leið og við lítum upp úr bókhaldinu.

Allt á réttum tíma

Nú í ágúst eru ársreikningar og skattframtöl í fyrirrúmi hjá viðskiptavinum okkar og allt er tilbúið á réttum tíma. Við höfum nýtt síðustu mánuði vel, tekið gögnin saman í rólegheitum og sendum þau fljótlega til þeirra til yfirlestrar. Flestir ársreikningar eru tilbúnir á þessum tímapunkti við viljum bara vera með vaðið fyrir neðan okkur og flýtum okkur því hægt í þessum málum.

Bókhaldsþjónusta Aðalbókarans snýst ekki bara um að færa bókhaldið heldur einnig um samskipti við viðskiptavini okkar – þau eru ávallt ánægjuleg og þetta árlega uppgjör er lokahnykkurinn, nú lokum við rekstrarárinu og sendum niðurstöðuna til viðskiptavinanna.

Framundan er síðan stefnumótun og áætlanagerð hjá flestum byggð á niðurstöðu rekstrar síðasta árs sem og stöðunni eins og hún er í dag á COVID tímum.

Það er kannski ekki auðvelt að gera rekstraráætlun með mörgum þeim óvissuþáttum sem eru í gangi en það er hægt með nákvæmu bókhaldi og réttri upplýsingagjöf sem fæst með stöðugri og faglegri bókhaldsþjónustu.

Okkar viðskiptavinir eru með sitt á hreinu, frá þeim fara gögnin á réttum tíma. En frá þér?

Við getum bætt við okkur í bókhaldsþjónustu Aðalbókarans, smelltu hér og við höfum samband um leið og við lítum upp úr bókhaldinu.

Ferðu áhyggjulaus í frí?

Það er góð tilfinning að fara áhyggjulaus í frí og nú þegar Verslunarmannahelgin er framundan þá er það mikilvægt hjá öllum rekstraraðilum að öll gögn séu rétt bókuð og að launavinnslur séu gerðar.

Við erum búin að sækja bókhaldsgögnin til viðskiptavina okkar, erum að færa bókhaldið og senda inn virðisaukaskattsskýrslur. Svo eru það launavinnslurnar sem koma til framkvæmda um mánaðarmótin. Bókhaldsþjónusta vikunnar er einnig nýtt til að ganga frá lausum endum og senda fyrirspurnir ef einhverjar eru.

Það er okkur mikilvægt að viðskiptavinir okkar geti farið óáreittir í frí hvort sem það er sumarfrí eða helgarfrí eins og það sem framundan er, vitandi að Aðalbókarinn vaki yfir bókhaldinu og sjái til þess að allt sé fært og frágengið í tíma.

Við getum bætt við aðilum í bókhaldsþjónustu okkar. Ef þú vilt fara áhyggjulaus í frí, eiga Hauk í horni sem Aðalbókarinn er, þá sendu okkur fyrirspurn hér.

Við höfum samband um leið og við lítum upp úr bókhaldinu!

Einföld og þægileg bókhaldsþjónusta

Við hjá Aðalbókaranum leggjum áherslu á að bókhaldsþjónustan sé einföld og þægileg.  Það er okkur í hag að viðskiptavinir okkar gangi að snuðrulausum samskiptum og finni stuðning jafnt sem skilning á sínum bókhaldsþörfum.

Okkur þykir það góð þjónusta að sækja gögnin til viðskiptavina okkar á stór-Reykjavíkursvæðinu, og auðvelda þeim að koma gögnunum til okkar, að lækka þann tímafreka þröskuld að skutla gögnum á milli staða. Þetta hefur mælst vel fyrir og mikil ánægja er með þessa nýjung.

Viðskiptavinurinn getur valið hvort gögnin afhendist okkur skönnuð eða í pappírsformi – allt eftir umstangi, magni og þörfum. Það eina sem við þurfum er yfirlit yfir bókhaldsgögnin, á hentugu formati. Þeir viðskiptavinir okkar sem búa út á landi senda okkur gögnin gjarnan skönnuð. Fjarlægð er því engin fyrirstaða.

Önnur þjónusta er að svara fyrirspurnum viðskiptavina, finna til gögn þegar þarf, senda til skattayfirvalda og láta viðskiptavini okkar finna að Aðalbókarinn sé raunveruleg bókhaldsdeild fyrirtækis þeirra.

Nú þegar VSK-skil eru framundan erum við að minna viðskiptavini okkar á þjónustuna og gefa þeim valkost hvernig þeir vilja skila okkur gögnunum. Þessi samskipti eru ávallt ánægjuleg því á bakvið rekstur og tölur er fólk sem við njótum að veita góða þjónustu.

Bókhaldsþjónusta er ekki bara færslur og talnarýni heldur einnig samskipti og rekstrarskilningur. Við leggjum áherslu á að viðskiptavinir okkar finni að við séum til staðar og styðjum við reksturinn með góðri yfirsýn ásamt því að sjá um að senda inn rétt gögn, á réttum tíma til rétts aðila.


Við erum að bæta við okkur viðskiptavinum og ef þú hefur áhuga á að heyra frá okkur þá sendu okkur fyrirspurn hér.

Eru tekjur og gjöld sexý?

Tekjur og gjöld eru kannski ekki mest sexý verkefnið í rekstrinum en fyrir bókara eru þau spennandi og eitt af lykilatriðum bókhaldsuppgjörsins.

Eitt það ánægjulegasta í hverjum rekstri er að fá greidda reikninga. Með því að fylgjast með viðskiptakröfum og gæta þess að allir reikningar séu greiddir, merkja strax við og ganga frá, eru rekstraraðilar að auðvelda eftirvinnslu allrar bókhaldsvinnu og uppgjörs.

Mikilvægt er að hafa augun á fjármagnsflæðinu, vita hvaða tekjum er von á og fylgjast með öllum reikningum. Það er í sjálfu sér einföld aðgerð og mælum við með að rekstraraðilar gefi sér tíma vikulega til að líta yfir þessi atriði. Með vanafestu næst góð yfirsýn yfir fjármál rekstursins og oft þarf ekki nema um 30 mínútur vikulega til að ná henni.

Helsta áskorun margra í fyrirtækjarekstri er bókhaldið, sérstaklega fyrir þá sem eru að byrja, vaxa og hafa einfaldlega ekki áhuga á að setja sig inn í bókhald og uppgjör.

Að hafa bókhaldið rétt, uppfært og afstemmt er eitt það mikilvægasta í hverjum rekstri. Það veitir hugarró, öll gjöld greidd á tíma og ekkert sem kemur í bakið á manni seinna.

Við erum að bæta við okkur viðskiptavinum svo ef þú ert í vafa með bókhaldið, vsk skilin sem framundan eru, svo ekki sé nú minnst á skattaskýrsluna og árskýrsluna þá erum við til þjónustu reiðubúin.

Hafðu samband og njóttu síðan sumarsins áhyggjulaus og fullviss um að Aðalbókarann sé með þér í liði, bókhaldið fært og uppgjör tilbúin að því loknu.

Þegar bókhaldið kemur á óvart

Með árssamning upp á fast verð segja viðskiptavinir okkar sem komið hafa í bókhaldsþjónustu síðustu mánuði, að bókhaldið hafi komið þeim á óvart.

Já bókhald getur komið á óvart – sérstaklega þegar það er þekkt stærð sem breytist ekkert næsta árið.

Við segjum það fullum fetum að bókhald eigi ekki að vera stór kostnaðarliður og segjum það upphátt sem aftur kemur fólki á óvart – við bókarar Aðalbókarans erum því líka að koma á óvart.

Hér er dæmi um ástæður fyrir því að fyrirtæki hafa komið í viðskipti til Aðalbókarans síðustu mánuði:

„Ég varð svo fúll þegar þessir aukareikningar komu frá gamla bókaranum mínum – og það í þessu árferði“.
„Maður skilur bara ekki þessa reikninga fyrir bókhaldsvinnuna, fyrir hvað verið er að rukka“.
„Ég vil bara að það sé hlustað á mig, að bókarinn sé með mér í liði og skilji hvað er í gangi í rekstrinum“.
„Við vorum að taka við fyrirtæki og viljum gera hlutina rétt frá upphafi
„Við viljum fá fagaðila til að færa bókhaldið erum ekki að ná utan um þetta lengur“

Allir þessir aðilar eru nú viðskiptavinir Aðalbókarans og við kappkostum að ræða við þau á mannamáli, setja bókhaldið í einfalda ferla og vinna samkvæmt áætlun.

Okkur finnst gefandi að heyra þegar þjónusta eins og bókhaldsþjónusta Aðalbókarans getur komið fólki ánægjulega á óvart. Þá er okkar takmörkum náð og viðskiptavinurinn slakar á, einbeitir sér að sínum rekstri á meðan við færum bókhaldið.

Ef þú vilt láta bókhaldið koma þér á óvart, sendu okkur þá fyrirspurn hér!

Ætlar þú að eyða sumarfríinu í bókhald?

Einn allra óhagkvæmasti skiladagur vsk er í byrjun ágúst því vikurnar á undan eru flestir í sumarfríi og því ekki með hugann við bókhald og rekstur. Þetta er sá skiladagur vsk sem margir ýta á undan sér öllum undirbúningi bókhaldsins og hringja með engum fyrirvara til okkar með beiðni um aðstoð.

Hið fullkomna fyrirkomulag er að sjálfsögðu að senda inn bókhaldsgögnin áður en sumarfríið hefst og láta Aðalbókarann um að bóka og senda til skattsins. Þannig blasir við hreint borð að loknu sumarfríi.

Hitt fyrirkomulagið er að eftir gott sumarfrí, sé sest niður, reikningar flokkaðir og hugurinn gíraður í uppgjör síðustu mánaða í stað þess að einbeita sér að verkefnum haustsins og framlegð komandi mánaða.

Þitt er valið. Við fögnum öllum sem kjósa að vinna gögnin samhliða því það minnkar stress, eykur ánægju og fullkomnar fríið.

Við erum að bæta við okkur viðskiptavinum svo ef þú ert í vafa með bókhaldið, vsk skilin svo ekki sé nú minnst á skattaskýrsluna og árskýrsluna þá erum við til þjónustu reiðubúin.

Hafðu samband og njóttu síðan sumarsins áhyggjulaus og fullviss um að Aðalbókarann sé með þér í liði, bókhaldið fært og uppgjör tilbúin að því loknu.

Einföld samskipti og áreiðanlegir verkferlar

Ef það er eitthvað sem við hjá Aðalbókaranum leggjum áherslu á þá er það einföld samskipti. Reynslan hefur kennt okkur hvernig best er að sjá heildarmynd bókhalds viðskiptavina okkar og þegar við hnjótum um einhverja fyrirstöðu þá spyrjum við skýrt og skorinort.

Mikilvægir verkferlar eins og að sækja gögn hvort sem er í banka, til viðskiptavinarins eða í skanna er upphafið af því að bókhaldið sé fært og að heildarmyndin náist.

Við höfum látið sérsmíða fyrir okkur áhrifarík tól og tæki sem nýtt eru í allri innkeyrslu gagna sem við stemmum svo af. Þetta byggjum við á áratuga reynslu og hvernig best er að bóka gögnin á traustan, öruggan máta.

Áreiðanlegir verkferlar
Ástríða okkar liggur meðal annars í því að sjá hvernig bókhaldið stemmi, að verkferlar okkar séu áreiðanlegir en síðast en ekki síst að finna út hvernig við getum stutt við rekstur viðskiptavinarins.

Bókarar okkar búa yfir gríðarlegri reynslu og það er fátt sem okkur kemur á óvart. Við erum með skýra sýn, höfum einfaldað alla verkferla og þróað þjónustuna að þörfum hvers og eins viðskiptavina okkar.

Traust mikilvægt
Ekkert er eins mikilvægt og traust viðskiptavina okkar. Við leggjum mikið á okkur að svo megi vera. Að viðskiptavinurinn finni að við séum með honum/henni í liði, svörum spurningum fljótt og örugglega og bendum alltaf á að það kostar ekkert aukalega að hafa samband við okkur. Engin spurning er of lítil eða of stór. Mikilvægt er að viðskiptavinurinn upplifi að Aðalbókarinn er raunverulegur Haukur í horni og taki af honum/henni allt það verk sem fylgir bókhaldi. Það á ekki bara við að færa bókhaldið heldur einnig öll samskipti við skattinn, leiðréttingarskýrslur og senda inn frekari gögn til hins opinbera þegar þess er óskað.

Já, það er fátt eins mikilvægt og traust, öruggt bókhald.

Ertu með rekstur sem gæti þegið reyndan bókara?
Kannaðu málið og sendu okkur fyrirspurn hér.

Við erum að bæta við okkur viðskiptavinum.

Við lækkum bókhaldskostnað

Síðustu mánuði höfum við tekið á móti nýjum viðskiptavinum sem allir sem einn hafa minnst á hve við lækkum bókhaldskostnað þeirra. Það þykir okkur sérlega góðar fréttir því við leggjum áherslu á að bókhaldsþjónusta okkar sé einföld og ódýr í sjálfu sér.

„Við viljum bara að bókhaldið sé fært, að á okkur sé hlustað og að skattaskýrslu og ársreikningi ásamt öllum opinberum greiðslum sé skilað á réttum tíma” sagði einn nýr viðskiptavinur við okkur nú í vikunni. Þetta þykir okkur alveg sjálfsagt og leggjum áherslu á að þannig vinnum við fyrir alla, stóra jafnt sem smáa viðskiptavini – alltaf.

Okkur finnst gaman að færa bókhald og ganga þannig frá að viðskiptavinurinn hafi góða yfirsýn yfir reksturinn og sé rólegur yfir opinberum gjöldum. Að hann finni að við, bókarinn hans, séum með honum í liði hvort sem er þegar vel gengur eða þegar áskoranir ber að garði.

Við fáum fjöldann allan af fyrirspurnum en það passa nú ekki allir við okkar þjónustu og erum við hreinskilin með það. Við viljum ekki byrja viðskiptasamband á röngum forsendum, það er hvorki okkur né viðkomandi í hag.

Ef þú vilt lækka bókhaldskostnaðinn þá smelltu hér og sendu okkur fyrirspurn 

Við hlökkum til að heyra frá þér!

 

 

Skipti um bókara og er alsæl

Það var mikið gæfuspor að skipta um bókara- því ég er alsæl með þá feðga hjá Aðalbókaranum og alla þeirra þjónustu.

Að feta sig áfram í fyrirtækjarekstri, færa bókhaldið, hafa rekstrarstöðuna 100% á hreinu sem og að skila gögnum í tíma er mikilvægt og það er svo auðvelt þegar Aðalbókarinn er með manni í liði.

Bókhaldsþjónusta alla leið
Aðalbókarinn færir ekki bara bókhaldið mitt heldur minnir á sig, sækir gögnin til mín og þjónustar mig alla leið.  Það eina sem ég þarf að gera er að halda utan um gögnin, setja í gagnaboxið sem Aðalbókarinn lætur mér í té og svara tölvupóstinum um hvenær þeir geta sótt gögnin til mín.

Svo er það algjörlega brilliant að geta hringt, spurt um hvað eina sem mér liggur á hjarta án þess að eiga von á rukkun fyrir samtalið. Ég veit því ákvæmlega hvað bókhaldsþjónustan kostar, alltaf og það er frábært að finna hve þeir eru með mér í liði – ekki bara til að rukka mig.

Bókhald á mannamáli.
Fyrir vikið fæ ég alltaf svar á mannamáli, skýrt og skorinort, engar umbúðir eða sett fram á flókinn máta sem kostar hvítuna úr augunum að leysa úr.

Já, ég er alsæl með bókhaldsþjónustuna sem þeir hjá Aðalbókaranum veita mér. Það er alltaf gaman að heyra í þeim, svo ekki sé nú minnst á að klára málin á öruggan og einfaldan máta.

Aðalbókarinn douze points!
Ef þú ert í vafa, heyrðu bara í þeim og kannaðu málið hér.
Það gæti margborgað sig fyrir þig!

Ingibjörg Gréta Gísladóttir