Ætlar þú að eyða sumarfríinu í bókhald?

Einn allra óhagkvæmasti skiladagur vsk er í byrjun ágúst því vikurnar á undan eru flestir í sumarfríi og því ekki með hugann við bókhald og rekstur. Þetta er sá skiladagur vsk sem margir ýta á undan sér öllum undirbúningi bókhaldsins og hringja með engum fyrirvara til okkar með beiðni um aðstoð.

Hið fullkomna fyrirkomulag er að sjálfsögðu að senda inn bókhaldsgögnin áður en sumarfríið hefst og láta Aðalbókarann um að bóka og senda til skattsins. Þannig blasir við hreint borð að loknu sumarfríi.

Hitt fyrirkomulagið er að eftir gott sumarfrí, sé sest niður, reikningar flokkaðir og hugurinn gíraður í uppgjör síðustu mánaða í stað þess að einbeita sér að verkefnum haustsins og framlegð komandi mánaða.

Þitt er valið. Við fögnum öllum sem kjósa að vinna gögnin samhliða því það minnkar stress, eykur ánægju og fullkomnar fríið.

Við erum að bæta við okkur viðskiptavinum svo ef þú ert í vafa með bókhaldið, vsk skilin svo ekki sé nú minnst á skattaskýrsluna og árskýrsluna þá erum við til þjónustu reiðubúin.

Hafðu samband og njóttu síðan sumarsins áhyggjulaus og fullviss um að Aðalbókarann sé með þér í liði, bókhaldið fært og uppgjör tilbúin að því loknu.

Einföld samskipti og áreiðanlegir verkferlar

Ef það er eitthvað sem við hjá Aðalbókaranum leggjum áherslu á þá er það einföld samskipti. Reynslan hefur kennt okkur hvernig best er að sjá heildarmynd bókhalds viðskiptavina okkar og þegar við hnjótum um einhverja fyrirstöðu þá spyrjum við skýrt og skorinort.

Mikilvægir verkferlar eins og að sækja gögn hvort sem er í banka, til viðskiptavinarins eða í skanna er upphafið af því að bókhaldið sé fært og að heildarmyndin náist.

Við höfum látið sérsmíða fyrir okkur áhrifarík tól og tæki sem nýtt eru í allri innkeyrslu gagna sem við stemmum svo af. Þetta byggjum við á áratuga reynslu og hvernig best er að bóka gögnin á traustan, öruggan máta.

Áreiðanlegir verkferlar
Ástríða okkar liggur meðal annars í því að sjá hvernig bókhaldið stemmi, að verkferlar okkar séu áreiðanlegir en síðast en ekki síst að finna út hvernig við getum stutt við rekstur viðskiptavinarins.

Bókarar okkar búa yfir gríðarlegri reynslu og það er fátt sem okkur kemur á óvart. Við erum með skýra sýn, höfum einfaldað alla verkferla og þróað þjónustuna að þörfum hvers og eins viðskiptavina okkar.

Traust mikilvægt
Ekkert er eins mikilvægt og traust viðskiptavina okkar. Við leggjum mikið á okkur að svo megi vera. Að viðskiptavinurinn finni að við séum með honum/henni í liði, svörum spurningum fljótt og örugglega og bendum alltaf á að það kostar ekkert aukalega að hafa samband við okkur. Engin spurning er of lítil eða of stór. Mikilvægt er að viðskiptavinurinn upplifi að Aðalbókarinn er raunverulegur Haukur í horni og taki af honum/henni allt það verk sem fylgir bókhaldi. Það á ekki bara við að færa bókhaldið heldur einnig öll samskipti við skattinn, leiðréttingarskýrslur og senda inn frekari gögn til hins opinbera þegar þess er óskað.

Já, það er fátt eins mikilvægt og traust, öruggt bókhald.

Ertu með rekstur sem gæti þegið reyndan bókara?
Kannaðu málið og sendu okkur fyrirspurn hér.

Við erum að bæta við okkur viðskiptavinum.

Við lækkum bókhaldskostnað

Síðustu mánuði höfum við tekið á móti nýjum viðskiptavinum sem allir sem einn hafa minnst á hve við lækkum bókhaldskostnað þeirra. Það þykir okkur sérlega góðar fréttir því við leggjum áherslu á að bókhaldsþjónusta okkar sé einföld og ódýr í sjálfu sér.

„Við viljum bara að bókhaldið sé fært, að á okkur sé hlustað og að skattaskýrslu og ársreikningi ásamt öllum opinberum greiðslum sé skilað á réttum tíma” sagði einn nýr viðskiptavinur við okkur nú í vikunni. Þetta þykir okkur alveg sjálfsagt og leggjum áherslu á að þannig vinnum við fyrir alla, stóra jafnt sem smáa viðskiptavini – alltaf.

Okkur finnst gaman að færa bókhald og ganga þannig frá að viðskiptavinurinn hafi góða yfirsýn yfir reksturinn og sé rólegur yfir opinberum gjöldum. Að hann finni að við, bókarinn hans, séum með honum í liði hvort sem er þegar vel gengur eða þegar áskoranir ber að garði.

Við fáum fjöldann allan af fyrirspurnum en það passa nú ekki allir við okkar þjónustu og erum við hreinskilin með það. Við viljum ekki byrja viðskiptasamband á röngum forsendum, það er hvorki okkur né viðkomandi í hag.

Ef þú vilt lækka bókhaldskostnaðinn þá smelltu hér og sendu okkur fyrirspurn 

Við hlökkum til að heyra frá þér!

 

 

Skipti um bókara og er alsæl

Það var mikið gæfuspor að skipta um bókara- því ég er alsæl með þá feðga hjá Aðalbókaranum og alla þeirra þjónustu.

Að feta sig áfram í fyrirtækjarekstri, færa bókhaldið, hafa rekstrarstöðuna 100% á hreinu sem og að skila gögnum í tíma er mikilvægt og það er svo auðvelt þegar Aðalbókarinn er með manni í liði.

Bókhaldsþjónusta alla leið
Aðalbókarinn færir ekki bara bókhaldið mitt heldur minnir á sig, sækir gögnin til mín og þjónustar mig alla leið.  Það eina sem ég þarf að gera er að halda utan um gögnin, setja í gagnaboxið sem Aðalbókarinn lætur mér í té og svara tölvupóstinum um hvenær þeir geta sótt gögnin til mín.

Svo er það algjörlega brilliant að geta hringt, spurt um hvað eina sem mér liggur á hjarta án þess að eiga von á rukkun fyrir samtalið. Ég veit því ákvæmlega hvað bókhaldsþjónustan kostar, alltaf og það er frábært að finna hve þeir eru með mér í liði – ekki bara til að rukka mig.

Bókhald á mannamáli.
Fyrir vikið fæ ég alltaf svar á mannamáli, skýrt og skorinort, engar umbúðir eða sett fram á flókinn máta sem kostar hvítuna úr augunum að leysa úr.

Já, ég er alsæl með bókhaldsþjónustuna sem þeir hjá Aðalbókaranum veita mér. Það er alltaf gaman að heyra í þeim, svo ekki sé nú minnst á að klára málin á öruggan og einfaldan máta.

Aðalbókarinn douze points!
Ef þú ert í vafa, heyrðu bara í þeim og kannaðu málið hér.
Það gæti margborgað sig fyrir þig!

Ingibjörg Gréta Gísladóttir

Ertu að greiða of mikið fyrir bókhaldsþjónustu?

Það er sorglegt til þess að vita hve margir eru að greiða of mikið fyrir bókhaldsþjónustu. Í okkar huga á bókhaldsþjónusta að vera ódýr og einföld. Veruleikinn er því miður oft sá að rekstraraðilar eru að fá óþarfa upplýsingar til að bókhaldsfyrirtæki geti réttlætt þóknun sína.

Aðalbókarinn vinnur hratt og örugglega fyrir sína viðskiptavini, færir bókhaldið og sér til þess að allar greiðslur til yfirvalda séu gerðar upp á réttum tíma. Þetta er svona einfalt.

Skiptu í hagstæðari bókhaldskostnað
Margir af okkar viðskiptavinum skiptu til Aðalbókarans þegar þeir uppgötvuðu hagræðinguna sem fylgir því að fá Aðalbókarann til að færa bókhaldið – því bókhald er í eðli sínu einfalt og engin ástæða til að flækja það.

Bókhaldsþjónusta er nauðsynleg en hún á að vera einföld og ódýr. Það er síðan viðskiptavinarins að nýta sér gögnin til að skoða hinar ýmsu sviðsmyndir rekstursins en það er starf Aðalbókarans að auðvelda þeim það með traustu, öruggu bókhaldi.

Auðvelt að skipta
Það er auðvelt að skipta um bókhaldsþjónustu. Við hjá Aðalbókaranum sjáum að það ferli fyrir þig og gerum það fljótt og örugglega.

Ef þú vilt lækka bókhaldskostnað hafðu þá samband því við erum að bæta við okkur viðskiptavinum þessi dægrin.

Sendu okkur fyrirspurn hér.  Við svörum um leið og við lítum upp úr bókhaldinu.

Neikvætt sjóðsstreymi og lausnir

Þegar sjóðsstreymi verður neikvætt er gott að hafa viðurkenndan bókara eins og Aðalbókarann, í teyminu til að átta sig á hvaða lausnir eru í stöðunni.

Minnstu áföll geta kostað fyrirtæki ómælda vinnu og fjármagn, hvort sem það er lélegt sjóðsstreymi eða óvandaðar upplýsingar um raunstöðu rekstursins. Lykilatriðið til að forðast fjárhagsvandræði er að spyrja réttu spurninganna og ef viðvörunarljós fer að blikka, þá að taka örugg skref til að leysa vandamálið.

Stærstu áskoranir stjórnenda eru meðal annars:

  • sjóðsstreymi
  • að taka ákvarðanir í tíma með réttum upplýsingum úr rekstrinum
  • hár, dulinn kostnaður
  • óhagstæðir ferlar

Hver er besta leiðin til að ná fram meiri hagnaði og hagræðingu? Fyrst og fremst með góðri yfirsýn og sterkri stjórn á sjóðsstreymi. þú getur náð betri stjórn á fjármálum fyrirtækisins með því að úthýsa bókhaldinu til Aðalbókarans, sem setur upp slíkar upplýsingar daglega fyrir viðskiptavini sína og gefur nákvæma stöðu rekstursins þegar þess er óskað.

Kannaðu málið, smelltu hér og sendu okkur línu.

Við erum til þjónustu reiðubúin!

Þekking á skattaumhverfinu

Hver hjá þínu fyrirtæki/félagi hefur í raun einlægan áhuga og þekkingu á skattaumhverfinu svo hægt sé að treysta honum/henni til að leiða reksturinn í gegnum þann frumskóg? Hvað gerist þegar fyrirspurn kemur frá skattinum? Hvernig velur þú viðbragð þá?

Bókhaldsþjónusta
Þegar slíkar fyrirspurnir koma tökum við glöð á móti þeim og fylgjum farsællega í höfn. Þetta er hluti af okkar bókhaldsþjónustu og er alltaf innifalin í henni, án alls aukakostnaðar.
Við lítum nefnilega svo á að þjónusta okkar sé að gera rekstraraðilum auðveldara fyrir að sinna sínu starfi. Þessvegna sækjum við til þeirra bókhaldsgögnin og styðjum sem við getum.

Enginn símtalskostnaður
Þetta þýðir að þegar við heyrum í viðskiptavinum okkar t.d. vegna fyrirspurnar frá skattinum þá leggst enginn símtalskostnaður á, ekki heldur þegar við höfum samband við skattinn og leysum málin.

Ástríða fyrir bókhaldi
Við höfum ástríðu fyrir bókhaldi, svo einfalt er það. Okkur finnst gefandi að vinna með farsælum aðilum, vinna í trausti bókhaldsþekkingar okkar að rekstrarárangri þeirra og sjá til þess að gögn séu send á réttum tíma til opinberra aðila.

Bókhaldið færir sig ekki sjálft en Aðalbókarinn færir það með traustri þekkingu á bókhaldslögum, skattalögum og góðu siðferði.

Hver er grunn rekstrarkostnaðurinn?

Fyrirsjánleiki er eftirsóknarverður í fyrirtækjarekstri og það er gott að geta gengið að því sem vísu að grunn rekstrarkostnaður fyrirtækisins sé þekktur og þar er kostnaður við bókhaldið  engin undantekning. Stundum hugleiða menn að breyta fyrirkomulagi á bókhaldsmálum en láta ekki verða að því athuga hvaða lausnir eru í boði. En nú er lag.

Fastur bókhaldskostnaður
Viðskiptavinir okkar vita alltaf nákvæmlega hvað þjónustan kostar, við gerum fastan samning og þó svo að við svörum símtölum eða finnum til gögn á samningstímanum þá rukkum við ekki aukalega fyrir það. Það er okkar hagur að viðskiptavinir finni að við erum traustur bakhjarl, alltaf, á öllum tímum.

Ef þú hefur einhvern tímann íhugað að festa bókhaldskostnaðinn og vera örugg/ur um að engin breyting verði þar á, þá er þetta rétti tíminn til að hafa samband við Aðalbókarann. Við bjóðum upp á viðurkennda bókara og gerum samning upp á verð á bókhaldsþjónustu til eins árs í senn.

Að færa bókhaldsþjónustuna til Aðalbókarans er einfalt þú smellir bara hér, og eftir að þú hefur ákveðið að koma í viðskipti til okkar þá sjáum um að skiptin gangi fljótt og örugglega fyrir sig og rukkum ekkert aukalega fyrir það.

Nýr veruleiki 4. maí, ertu með áætlun?

Við byrjum að aðlagast nýjum veruleika þegar byrjað verður að slaka á samkomubanninu þann 4. maí, ertu með áætlun? Tvær vikur eru til stefnu og því tilvalið að fara yfir mikilvæg atriði til undirbúnings.

  1. Hvernig stendur reksturinn?
  2. Er bókhaldið fært og raunveruleg niðurstaða fengin?
  3. Hvaða svigrúm er til staðar?
  4. Hvernig líta áætlanir út bæði langtíma og fyrir árið 2020?
  5. Er búið að forgangsraða skuldum, ef eru?
  6. Hvar liggja ný tækifæri?

Það er mikilvægt að setja rekstrinum markmið, þrátt fyrir þá óvissutíma sem framundan eru. Grundvallaratriðið er að vita hvernig reksturinn stendur og því tilvalið að ganga frá öllum lausum endum, fá niðurstöðu rekstrarins miðað við stöðuna í dag og setja rekstrinum markmið.

Það er ekki síst á svona tímum sem Aðalbókarinn kemur að góðu gagni. Með því að sjá til þess að allt bókhald sé rétt fært, allur kostnaður raungerður og áætlanir með opinber gjöld sett inn í reksturinn þá geta fyrirtæki unnið með réttar forsendur. Við bjóðum nýja viðskiptavini velkomna, það er auðvelt að skipta um bókhaldsþjónustu og þú getur kannað málið hér.

Við hvetjum alla til að setja sér markmið og ná tökum á hinum nýja veruleika sem og þeim áskorunum sem framundan eru.  Aðalbókarinn stendur þétt við bakið á sínum viðskiptavinum og kappkostar að færa bókhaldið og sjá til þess að öll útgjöld, skýrslur og launakostnaður sé rétt reiknaður og inn í áætlunum.

Ertu með áætlun?

Rekstur, bókhald og hagkvæmar lausnir

Hvernig greinir þú reksturinn, áttar þig á bókhaldinu og finnur hagkvæmar lausnir? Hvernig lítur fjárhagurinn út? Ertu að greiða reikninga á réttum tíma? Færðu reikninga greidda á réttum tíma? Ertu með gott kerfi til að ná góðri yfirsýn? Hvaða aðferðir nýtirðu til að ná utan um reksturinn?

Við mælum að sjálfsögðu með að viðurkenndur bókari færi bókhaldið og að það sé gert reglulega. Við hjá Aðalbókaranum fáum til að mynda gögn send á tveggja mánaða fresti til okkar, þegar virðisaukaskattsuppgjör er í nánd. Eftir þær færslur sést vel hverng reksturinn stendur miðað við áætlanir. En það þýðir ekki að ekki hægt sé að fylgjast vel með inn á milli.

1. Sækja gögn

Vikuleg skoðun á fjármálum er góð regla. Að skoða í hvað útgjöldin fara og hvernig salan stendur.  Bera þetta saman og átta sig á frávikum frá áætlun, ef einhver eru. Hér er ekki verið að tala um að færa bókhaldið, heldur einfaldlega sækja útgjöldin af bankayfirlitinu og hlaða upp í yfirlitsblað. Markmiðið hér er að ná í þessar fjárhagsupplýsingar, sækja gögnin.

2. Greina gögnin fyrir bókhaldið

Eftir að búið er að hlaða gögnunum upp í yfirlitsblaðið er gott að færa þau undir þá kostnaðarliði sem valdir hafa verið til greiningar. Hér erum við ekki að tala um að undirbúa bókhald á neinn máta heldur að ná góðri yfirsýn. Þetta býður hinsvegar upp á tækifæri til að ræða um bókhaldið við bókhaldarann, greina gögnin fyrir bókhaldið. Stundum koma spurningar um hvort þetta eða hitt sé frádráttarbært. Með því að fara vikulega yfir reksturinn sést vel hver staðan er.

3. Greiðsla reikninga.

Eitt af því mikilvæga er að átta sig á hvort og hvenær reikningar eru greiddir. Vikulegar yfirferðir fjármálanna gera þetta auðveldara og ef einhverjir eru komnir yfir eindaga er hér tækifæri til að minna á greiðslu.

Áminningin þarf ekki að vera flókin, heldur getur verið klókt að hafa einn uppsettan tölvupóst um áminningu. Þannig sparast tími og fyrirhöfn en með þvi að nota sama formið fer þessi framkvæmd í sjálfvirka vinnslu.

Þessi vikulega athöfn og yfirsýn ætti ekki að taka meira en 30 mínútur en getur verið vel þess virði til að ná góðri yfirsýn yfir reksturinn.

Verkefni allra sem standa í rekstri þessa dagana er að fara gaumgæfulega yfir alla kostnaðarliði. Kanna hvar hægt er að finna hagkvæmari lausnir við að lækka kostnað, úthýsa ef hægt er. Getur bókhaldsþjónusta eins og hjá Aðalbókaranum hentað þar sem gefið er fast verð í þjónustuna yfir árið og engir aukareikningar sendir fyrir þjónustuna á meðan á samningstíma stendur?