Aðalbókarinn
Bókhaldsskrifstofan Aðalbókarinn ehf. er fjölskyldufyrirtæki með ástríðu fyrir bókhaldi og heilbrigðum rekstri. Ef þú ert að leita að traustum aðila fyrir bókhaldið þitt, þá erum við til þjónustu reiðubúin.
Hafa samband
Aðalbókarinn ehf.
Lágmúla 6-8, 108 Reykjavík
Kennitala: 560307-1950
VSK Númer: 94334
Sími: 571 6800 / 690 2210
Bókhald, nýsköpun og kreppa
Eitt af því sem við tökum eftir er að bókhald, nýsköpun og kreppa eru gott teymi því nýsköpun blómstrar í kreppu en vantar oft bókhaldsþekkingu. Kemur það til bæði af nauðsyn til að lifa af og af því að hugmyndaríkt fólk fer að segja hugmyndir sínar upphátt um hvernig betur megi vinna hlutina eða skapa […]
Að þekkja bókhald
Viðskiptavinir okkar þekkja bókhald mismikið en vita að það þarf að færa það reglulega og vera í samskiptum við hið opinbera. Mörgum finnst þetta eitt það leiðinlegasta verk sem hugsast getur og skiljum við það mjög vel. Það hafa ekki allir ástríðu fyrir tölum, bókhaldsfærslum og að setja fram ársreikninga og skattaskýrslur á sama hátt […]
Umhugsunarefni þegar kemur að bókhaldi
Um daginn settum við inn spurningar á hópinn Íslenskir frumkvöðlar á Facebook og báðum fólk að senda okkur umhugsunarefni sín þegar kemur að bókhaldi. Bókhaldskostnaður var mörgum hugleikinn og sjálfvirknivæðing bókhaldsins. Við ræddum þessi mál hér hjá Aðalbókaranum og fórum yfir hvernig okkar viðskiptavinir væru að vinna bókhaldið sitt. Geymsla bókhaldsgagna Allir rekstraraðilar bera ábyrgð […]
Að útvista bókhaldið og spara
Það kemur mörgum á óvart hve mikið er hægt að spara með því að útvista bókhaldið. Þegar fyrirtæki komast á þann stað að bókhaldið er farið að taka meiri tíma frá grunnþáttum rekstursins fara þau að athuga með nýjan starfsmann eða að útvista bókhaldinu. Nýr starfsmaður þarf á þessum tímapunkti yfirleitt að bera nokkra hatta […]
Breytingar á bókhaldsþjónustu
Bókhaldsþjónusta og tækni Eitt af því sem kallar á breytingar á bókhaldsþjónustu er tækni. Geymsla gagna í rafrænu skýi er til að mynda ein sviðsmynd breytinganna. Þetta gerir það að verkum að staðsetning bókarans skiptir ekki lengur höfuðmáli heldur að þjónustan henti viðkomandi lögaðila. Hlutverk bókarans er einnig að breytast. Stóra verkefnið að halda utan […]
Nú þarf að lækka allan kostnað
Hjá mörgum rekstraraðilum er tími aðhalds þessa vikur og mánuði sem þýðir að það þarf að lækka allan kostnað. Með traustu, öruggu bókhaldi eru hæg heimatökin. Það er hægt að átta sig á hvað er ábatasamt og hvað ekki, hvar þarf að leggja áherslu á og hvar ekki og síðast en ekki síst þarf að […]
Samtal um bókhald
Hafiði velt fyrir ykkur hvernig samtal um bókhald er? Við vorum einmitt að ræða það um daginn hér á skrifstofunni því þarfir allra okkar viðskiptavina eru hinar sömu eða stöðugleiki og að geta gengið að því að skil til hins opinbera séu rétt og á réttum tíma. Þetta er ekki flókið. Viðskiptavinur: ,,Sæll, geturðu tekið […]
Bókhaldsþjónusta í hnotskurn
Alhliða bókhaldsþjónusta Þjónusta Aðalbókarans er í hnotskurn alhliða bókhaldsþjónusta sem gerir rekstraraðilum kleift að einbeita sér að rekstrinum í öruggri vissu um að á meðan sjáum við um að bókhaldið sé fært, laun reiknuð og og þeim skýrslum sem skila á, sé skilað. Við leggjum metnað okkar í persónulega og faglega þjónustu, sinnum bókhaldinu af […]
Hvernig bókara skal ráða?
Þegar þörf er á bókhaldsþjónustu kemur alltaf upp spurningin: hvernig bókara skal ráða? Margir fara í vini og vandamenn sem eru með slíka þjónustu og leita ráða því eins og segir í Hávamálum: En orðstír deyr aldregi hveim er getur séð góðan. Orðsporið gefur alltaf vissa mynd um hvernig viðskiptavinum líkar þjónustan. Það sem hinsvegar […]
Réttar upplýsingar á réttum tíma
Það á ekki að vera erfitt að fá réttar upplýsingar úr bókhaldinu á réttum tíma svona að öllu jöfnu en reynsla okkar sýnir að ef ekki er vandað til verka geta hinar réttu upplýsingar hreinlega orðið rangar og velt vandanum á undan sér. Við áttum okkur oft á þessum villum þegar við tökum við nýjum viðskiptavini […]
Bókari verður aldrei úreltur
Bókhald hefur alltaf verið meira en innsláttur talna og bókari verður aldrei úreltur. Þessa staðhæfingu stöndum við fyllilega við. Reyndur bókari, eins og Aðalbókarinn getur aðstoðað fyrirtæki með nákvæma yfirsýn yfir stöðu rekstursins. Það gefur því auga leið að góður bókari ætti að taka nýrri tækni fagnandi þar sem hún gefur honum meiri tíma til […]
Framtíð bókhaldsþjónustu
Bókhaldsþjónusta er í sífelldri þróun vegna nýrra tæknilausna sem breyta allri umgjörð og vinnslu bókhaldsins til framtíðar. Þannig á rafvæðing sér stað í öllu bókhaldi sem ásamt umhverfisvæðingu í rekstri gerir það að verkum að bókhaldsgögn yfirgefa aldrei eigendur sína heldur færast rafrænt upp í bókhaldsský. Þetta gerir fyrirtækjaeigendum auðveldara að færa það að mestu […]
Haustverkin á tímum COVID 19
Þau eru misjöfn haustverkin sem við tökum okkur fyrir hendur á þessum fordæmalausu tímum sem COVID 19 er. Bókhaldsþjónustan er sem betur fer í föstum skorðum hjá okkar viðskiptavinum en nú þarf að taka tillit til fleiri atriða en hinna venjubundna færslna, launavinnslna, vsk-uppgjöra, ársreikninga og skattskýrslna en það er rekstrarfærnin. Það er því tilvalið […]
Greiðsluskjól
Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar vegna Kóróna-veirunnar er greiðsluskjól sem Aðalbókarinn getur aðstoðað sína viðskiptavini við að sækja um. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, sem koma fram í 2. gr. laganna, geta fyrirtækin fengið greiðsluskjól í áföngum í allt að ár en úrræðið er hugsað fyrir fyrirtæki sem hafa vegna veirunnar lent í vandræðum og orðið fyrir […]
Alltaf til staðar
Aðalbókarinn leggur áherslu á að bókhaldsþjónustan sé einföld og örugg ásamt því að vera alltaf til staðar fyrir viðskiptavini sína. Hvað annað ætti hún að snúast um? Við sjáum alltof oft augýsingar um alls kyns mæliborð og skýrslur ásamt greiningarþjónustu sem bókhaldsfyrirtæki eru að bjóða uppá en hjá okkur eru hlutirnir einfaldir, skýrir og öruggir. […]
Allt á réttum tíma
Nú í ágúst eru ársreikningar og skattframtöl í fyrirrúmi hjá viðskiptavinum okkar og allt er tilbúið á réttum tíma. Við höfum nýtt síðustu mánuði vel, tekið gögnin saman í rólegheitum og sendum þau fljótlega til þeirra til yfirlestrar. Flestir ársreikningar eru tilbúnir á þessum tímapunkti við viljum bara vera með vaðið fyrir neðan okkur og […]
Ferðu áhyggjulaus í frí?
Það er góð tilfinning að fara áhyggjulaus í frí og nú þegar Verslunarmannahelgin er framundan þá er það mikilvægt hjá öllum rekstraraðilum að öll gögn séu rétt bókuð og að launavinnslur séu gerðar. Við erum búin að sækja bókhaldsgögnin til viðskiptavina okkar, erum að færa bókhaldið og senda inn virðisaukaskattsskýrslur. Svo eru það launavinnslurnar sem […]
Einföld og þægileg bókhaldsþjónusta
Við hjá Aðalbókaranum leggjum áherslu á að bókhaldsþjónustan sé einföld og þægileg. Það er okkur í hag að viðskiptavinir okkar gangi að snuðrulausum samskiptum og finni stuðning jafnt sem skilning á sínum bókhaldsþörfum. Okkur þykir það góð þjónusta að sækja gögnin til viðskiptavina okkar á stór-Reykjavíkursvæðinu, og auðvelda þeim að koma gögnunum til okkar, að […]
Eru tekjur og gjöld sexý?
Tekjur og gjöld eru kannski ekki mest sexý verkefnið í rekstrinum en fyrir bókara eru þau spennandi og eitt af lykilatriðum bókhaldsuppgjörsins. Eitt það ánægjulegasta í hverjum rekstri er að fá greidda reikninga. Með því að fylgjast með viðskiptakröfum og gæta þess að allir reikningar séu greiddir, merkja strax við og ganga frá, eru rekstraraðilar […]
Þegar bókhaldið kemur á óvart
Með árssamning upp á fast verð segja viðskiptavinir okkar sem komið hafa í bókhaldsþjónustu síðustu mánuði, að bókhaldið hafi komið þeim á óvart. Já bókhald getur komið á óvart – sérstaklega þegar það er þekkt stærð sem breytist ekkert næsta árið. Við segjum það fullum fetum að bókhald eigi ekki að vera stór kostnaðarliður og […]
Ætlar þú að eyða sumarfríinu í bókhald?
Einn allra óhagkvæmasti skiladagur vsk er í byrjun ágúst því vikurnar á undan eru flestir í sumarfríi og því ekki með hugann við bókhald og rekstur. Þetta er sá skiladagur vsk sem margir ýta á undan sér öllum undirbúningi bókhaldsins og hringja með engum fyrirvara til okkar með beiðni um aðstoð. Hið fullkomna fyrirkomulag er […]
Einföld samskipti og áreiðanlegir verkferlar
Ef það er eitthvað sem við hjá Aðalbókaranum leggjum áherslu á þá er það einföld samskipti. Reynslan hefur kennt okkur hvernig best er að sjá heildarmynd bókhalds viðskiptavina okkar og þegar við hnjótum um einhverja fyrirstöðu þá spyrjum við skýrt og skorinort. Mikilvægir verkferlar eins og að sækja gögn hvort sem er í banka, til […]
Við lækkum bókhaldskostnað
Síðustu mánuði höfum við tekið á móti nýjum viðskiptavinum sem allir sem einn hafa minnst á hve við lækkum bókhaldskostnað þeirra. Það þykir okkur sérlega góðar fréttir því við leggjum áherslu á að bókhaldsþjónusta okkar sé einföld og ódýr í sjálfu sér. „Við viljum bara að bókhaldið sé fært, að á okkur sé hlustað og […]
Skipti um bókara og er alsæl
Það var mikið gæfuspor að skipta um bókara- því ég er alsæl með þá feðga hjá Aðalbókaranum og alla þeirra þjónustu. Að feta sig áfram í fyrirtækjarekstri, færa bókhaldið, hafa rekstrarstöðuna 100% á hreinu sem og að skila gögnum í tíma er mikilvægt og það er svo auðvelt þegar Aðalbókarinn er með manni í liði. […]
Ertu að greiða of mikið fyrir bókhaldsþjónustu?
Það er sorglegt til þess að vita hve margir eru að greiða of mikið fyrir bókhaldsþjónustu. Í okkar huga á bókhaldsþjónusta að vera ódýr og einföld. Veruleikinn er því miður oft sá að rekstraraðilar eru að fá óþarfa upplýsingar til að bókhaldsfyrirtæki geti réttlætt þóknun sína. Aðalbókarinn vinnur hratt og örugglega fyrir sína viðskiptavini, færir […]
Neikvætt sjóðsstreymi og lausnir
Þegar sjóðsstreymi verður neikvætt er gott að hafa viðurkenndan bókara eins og Aðalbókarann, í teyminu til að átta sig á hvaða lausnir eru í stöðunni. Minnstu áföll geta kostað fyrirtæki ómælda vinnu og fjármagn, hvort sem það er lélegt sjóðsstreymi eða óvandaðar upplýsingar um raunstöðu rekstursins. Lykilatriðið til að forðast fjárhagsvandræði er að spyrja réttu […]
Þekking á skattaumhverfinu
Hver hjá þínu fyrirtæki/félagi hefur í raun einlægan áhuga og þekkingu á skattaumhverfinu svo hægt sé að treysta honum/henni til að leiða reksturinn í gegnum þann frumskóg? Hvað gerist þegar fyrirspurn kemur frá skattinum? Hvernig velur þú viðbragð þá? Bókhaldsþjónusta Þegar slíkar fyrirspurnir koma tökum við glöð á móti þeim og fylgjum farsællega í höfn. […]
Hver er grunn rekstrarkostnaðurinn?
Fyrirsjánleiki er eftirsóknarverður í fyrirtækjarekstri og það er gott að geta gengið að því sem vísu að grunn rekstrarkostnaður fyrirtækisins sé þekktur og þar er kostnaður við bókhaldið engin undantekning. Stundum hugleiða menn að breyta fyrirkomulagi á bókhaldsmálum en láta ekki verða að því athuga hvaða lausnir eru í boði. En nú er lag. Fastur […]
Nýr veruleiki 4. maí, ertu með áætlun?
Við byrjum að aðlagast nýjum veruleika þegar byrjað verður að slaka á samkomubanninu þann 4. maí, ertu með áætlun? Tvær vikur eru til stefnu og því tilvalið að fara yfir mikilvæg atriði til undirbúnings. Hvernig stendur reksturinn? Er bókhaldið fært og raunveruleg niðurstaða fengin? Hvaða svigrúm er til staðar? Hvernig líta áætlanir út bæði langtíma […]
Rekstur, bókhald og hagkvæmar lausnir
Hvernig greinir þú reksturinn, áttar þig á bókhaldinu og finnur hagkvæmar lausnir? Hvernig lítur fjárhagurinn út? Ertu að greiða reikninga á réttum tíma? Færðu reikninga greidda á réttum tíma? Ertu með gott kerfi til að ná góðri yfirsýn? Hvaða aðferðir nýtirðu til að ná utan um reksturinn? Við mælum að sjálfsögðu með að viðurkenndur bókari […]
Bókhaldsþjónusta eða færa bókhaldið sjálf/ur?
Spurningin hvort bókhaldsþjónusta henti eða að þú ættir að færa bókhaldið sjálf/ur fer eftir eðli vinnu þinnar og þekkingu. Bókhald og sérfræðiþekking Bókhald er tímafrek vinna en eftir því sem það er gert oftar lærir maður inn á verkferlana og fer að þekkja það betur. Spurningin er hinsvegar hvort tímanum sé betur varið í sérfræðiþekkingu […]
Bókhald og rekstur á tímum COVID-19
Bókhald er ekki algengasta umræðuefnið þessa dagana. Heldur er það COVID-19 og það ekki að ástæðulausu. Við gerum öll okkar besta til að hefta útbreiðslu veirunnar og verja heimili okkar og fjölskyldu. En hvað geta lítil og meðalstór fyrirtæki gert til að bregðast við breyttum aðstæðum? Við settum saman 5 atriða lista til að gera […]
Ársreikningar og skattframtöl
Það er þessi tími árs þar sem nauðsynlegt er að fara yfir rekstur ársins á undan og gera það upp. Árseikningar og skattframtöl eru verkefnin sem liggja meðal annars fyrir og rétt er að koma þeim til hins opinbera í tíma. Það er engin ástæða til að flækja uppgjör eða kasta til höndunum, því lög […]
Að útvista og vaxa
Að vaxa er oft markmið eigenda. Til að ná því markmiði getur verið þægilegt að útvista verkefnum. Um leið og sala eykst og fleiri starfsmenn eru ráðnir inn þurfa allir ferlar að styðja við vöxtinn. Þá verður bókhaldið og yfirsýn þess sérlega mikilvægt. Öflugt, traust bókhald og fjármálastjórn þurfa að endurspegla reksturinn svo starfsmenn geti […]
Bókhaldsdeild einyrkjans
Ert þú að íhuga að stofna eigið fyrirtæki og vinna að þínum hugðarefnum? Sífellt bætist í hóp þeirra sem stunda eigin rekstur og er gaman að heyra af hinum fjölmörgu fyrirtækjum sem leita til okkar með bókhaldsþjónustu. Oft er sagt að þú gerir það sem þú ert best/ur í og við sjáum um afganginn – […]
Launavinnsla
Launavinnsla er mikilvægur grunnþáttur í rekstri fyrirtækja. Að ýmsu þarf að gæta til að tryggja hnökralausa afgreiðslu á launum, sköttum og skilagreinum: huga að því að grundvallarforsendur séu réttar, taka saman gögn, framkvæma launavinnsluna og undirbúa útgreiðslur. Grundvöllur hnökralausrar launavinnslu er að allar forsendur launaútreikninga séu rétt upp settar í launakerfum. Styðjast þarf við réttar […]
Útvistun eða eigin vinna?
Vönduð bókhaldsvinna hvort sem hún er í útvistun eða eigin vinna er grundvöllur þess að reksturinn gangi upp. Það vita allir sem reynslu hafa af rekstri fyrirtækja. Að sama skapi er líka rétt að vinna við bókhald er tímafrek. Tími eigenda sem fer í að færa bókhald er tími sem líkast til væri betur nýttur […]
Dagpeningar og hliðstæðar endurgreiðslur
Dagpeningar eru endurgreiðsla á kostnaði sem launþegi verður fyrir vegna tilfallandi vinnuferða á vegum vinnuveitanda utan venjulegs vinnustaðar. Í því felst að launþeginn fær tilgreinda fjárhæð frá vinnuveitanda og sér sjálfur um að greiða mat eða gistingu. Um skattskyldar tekjur er að ræða en móttakanda dagpeninga er svo heimilt að draga dagpeninga frá samkvæmt tilgreindum […]
Skattskylda barna
Börn sem eru undir 16 ára aldri á viðkomandi tekjuári teljast ekki sjálfstæðir skattaðilar ef þau eru á framfæri foreldra sinna. Því ber að telja eignir þeirra og tekjur fram með tekjum og eignum foreldranna nema um launatekjur sé að ræða en þær tekjur skattleggjast sérstaklega hjá barninu. Börn fá ekki persónuafslátt en eru með […]